Fréttir og tilkynningar

5 okt. 2021 : Vegna lækkaðra félagsgjalda

Frá og með 1. apríl sl. lækkaði félagsgjald FÍN úr 0,7% af heildarlaunum niður í 0,65% af heildarlaunum, en ákvörðun þess efnis var tekin á aðalfundi félagsins 25. mars sl.

Enn hafa ekki allir launagreiðendur leiðrétt gjöldin, við beinum því til félagsmanna að athuga launaseðla vel og ganga úr skugga um að rétt félagsgjald sé dregið af þeim. Hafi rangt gjald verið dregið af félagsmanni þarf launagreiðandi að leiðrétta það með næstu launum. 

28 sep. 2021 : Fyrirlestur fyrir sjálfstætt starfandi

Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag. Fyrirlesturinn verður haldinn 7. október á Teams. 

Fyrirlestur

6 sep. 2021 : Hádegisfyrirlestur með Sirrý Arnardóttur

Félagsmönnum FÍN stendur til boða hádegisfyrirlestur með Sirrý Arnardóttur þar sem fjallað verður um framtíðarvinnumarkaðinn.Sirry

3 ágú. 2021 : Skrifstofa FÍN lokuð fyrir heimsóknir

Skrifstofa FÍN er lokuð fyrir almennar heimsóknir frá og með þriðjudeginum 3. ágúst vegna Covid-19. Jafnframt er þjónustuver BHM lokað fyrir heimsóknir. Hægt er að bóka almenna ráðgjöf og fjarfundi en við bendum á tölvupóstfangið fin@bhm.is og símatíma á hefðbundnum opnunartíma milli kl. 13:00 og 14:00 mánudaga og miðvikudaga og frá kl. 11:00 til 12:00 þriðjudaga og fimmtudaga.