Fréttir og tilkynningar

30 apr. 2021 : Tilkynning um lækkun félagsgjalda frá 1. apríl 2021!

Frá og með 1. apríl sl. lækkaði félagsgjald af heildarlaunum úr 0,7% af heildarlaunum niður í 0,65% af heildarlaunum, en ákvörðun þess efnis var tekin á aðalfundi félagsins þann 25. mars sl. 

29 apr. 2021 : Sáttamiðlun á vinnustöðum

Félagsmönnum er bent á áhugavert námskeið  í Sáttamiðlun á vinnustöðum, fimmtudaginn 6. maí kl. 9:00-12:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðina sem býr að baki þessari aðferð og hlutverk sáttamiðlara. Kennari er Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

14 apr. 2021 : Fjölbreytt fræðsla í boði

Við minnum á fjölda námskeiða sem eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu inni á bhm.is. 

Dæmi um námskeið:

  • LEAN námskeið 
  • PowerPoint í hnotskurn 
  • Microsoft To Do
  • Planner í hnotskurn
  • Workplace hjá Facebook


25 mar. 2021 : Vegna aðalfundar

Í dag fer fram aðalfundur Félags íslenskra náttúrufræðinga, fundurinn er á ZOOM. Allir skráðir þátttakendur eiga að hafa fengið sendan hlekk frá ZOOM. Hafi einhver ekki fengið hlekk eða lendir í tæknilegum erfiðleikum við að ná inn á fundinn er bent á að hafa samband á fin@bhm.is eða hringja í síma 595-5175.