Fréttir og tilkynningar

22 feb. 2021 : Fyrirlestur um jákvæð samskipti á vinnustað

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM býðst nú að skrá sig á hádegisfyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni sér að kostnaðarlausu, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 12:00. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og skráning er hafin hér í viðburðadagatali .

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti.

Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum.

Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.

Í lokin verður boðið upp á spjall um efni fyrirlestursins.

Fyrirlesturinn verður haldinn með notkun fjarfundabúnaðar á TEAMS. Þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn samdægurs. Gott er að vera búin að hlaða niður Teams forritinu á tölvuna, en það er einnig hægt að vera í vafra.

Á fyrirlesturinn kemst takmarkaður fjöldi, félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér í viðburðadagatali. Einnig eru félagsmenn beðnir um að afskrá sig sjái þeir sér ekki fært að horfa á fyrirlesturinn. 

4 feb. 2021 : Greiðslur úr Vísindasjóði

Í dag verður úthlutað úr Vísindasjóði FÍN til þeirra sem hafa sótt um styrk úr sjóðnum fyrir seinni úthlutun vegna tímabilsins 1. nóv 2019-31.okt 2020.

Ef félagsmaður sem hefur nú þegar sótt um styrk og ekki fengið hann greiddan þá er viðkomandi bent á að hafa samband um netfangið fin@bhm.is. 

Upplýsingar um stöðu umsóknar er að finna á mínum síðum.

1 feb. 2021 : Framlengdur framboðsfrestur

Félagsmenn athugið frestur til framboðs hefur verið framlengdur til miðnættis í kvöld 1. febrúar.


Allir félagsmenn sem ætla að bjóða sig fram til embætta eða trúnaðarstarfa á aðalfundi FÍN þurfa að tilkynna um framboð sitt til stjórnar FÍN samkvæmt lögum félagsins eigi síðar en 1. febrúar nk. Vinsamlegast sendið tilkynningu um framboð með því að fylla út eftirfarandi eyðublað.


Ekki er hægt að bjóða sig fram á sjálfum aðalfundinum, en kosið er á milli frambjóðanda á aðalfundinum.

27 jan. 2021 : Stofnanasamningur undirritaður

Þann 26. janúar var undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og Náttúrustofu Suðurlands. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. apríl 2019, sbr. þó taka menntunarákvæði gildi 1. júní 2016 samkvæmt bókun þess efnis. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið