Fréttir og tilkynningar

3 apr. 2020 : Undirritun kjarasamnings FÍN við ríkið

Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM* gengu í dag frá undirritun nýs kjarasamnings við ríkið þar með talið FÍN. Gildistími nýs samnings er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndir ellefu aðildarfélaga BHM stóðu frammi fyrir því að taka afstöðu til tilboðs Samninganefndar ríkisins. Í ljósi fordæmalausrar stöðu í samfélaginu var ákveðið að bera samninginn undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu. Sjá frétt á vefsíðu BHM.

Efni samningsins verður kynnt félagsmönnum á næstu dögum en allir félagsmenn FÍN sem eru með starfa hjá ríkinu og eru með skráð netfang hjá félaginu munu fá tölvupóst um helgina með upplýsingum um samninginn og um þá kynningarfundi sem haldnir verða í næstu viku. 

Atkvæðagreiðslu lýkur eigi síðar en 17. apríl næstkomandi. 

Ef félagsmenn hafa ekki fengið tölvupóst að morgni mánudags þá vantar okkur rétt netfang og við biðjum ykkur þá vinsamlegast um að senda okkur upplýsingar um rétt netfang í gegnum fin@bhm.is .

29 mar. 2020 : Viðburðir í streymi á vegum BHM!

Við minnum félagsmenn á að fylgjast með námskeiðum og erindum sem BHM heldur úti á streymi og allir viðburðir eru aðgengilegir á vefsíðu BHM og í gegnum link FÍN hér fyrir neðan. 

Næstu námskeið/viðburðir í streymi verða:

  •  31. mars, "Námskeið í Teams"
  • 1. apríl, "Foreldrið á heimaskrifstofunni? Er hægt að sinna og vinna?" 
  • 2. apríl, "Fjölskyldujóga með Álfrúnu Örnólfs" 

Hvetjum alla félagsmenn til að fylgjast með og brjóta upp daginn og taka þátt í þessum viðburðum eða að streyma þeim þegar ykkur hentar en streymið er aðgengilegt í tvo daga.

27 mar. 2020 : Upplýsingar til félagsmanna vegna COVID-19

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur tekið saman efni og upplýsingar er tengjast launþegum vegna COVID-19. Félagið hefur látið útbúa hnapp á forsíðuna á vefsíðu FÍN sem tengir okkur við upplýsingarnar hjá BHM. Félagið hvetur félagsmenn til að kynna sér þetta efni.  Ef enn er eitthvað óljóst um réttarstöðu eftir þann lestur eða eitthvað vantar upp á útskýringar varðandi réttarstöðu okkar félagsmanna þá þá viljum við gjarnan að félagsmenn sendi okkur erindi í tölvupósti á netfangið fin@bhm.is og við svörum erindinu eins fljótt og kostur er. 

23 mar. 2020 : Vonar að ríkið muni enn eftir sér þegar síðasta smitið hefur verið greint

Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Mynd: VÍSIR/EINAR

Máney Sveinsdóttir er félagsmaður hjá FÍN og einnig trúnaðarmaður FÍN á Landspítala. Hún stendur nú vaktina á Landspítala fyrir okkur öll. Samt hefur ríkið engan áhuga á að semja við félagið eða hin 10 aðildarfélög BHM sem koma sem ein heild að samningaborðinu við ríkið. Dónaskapur, hótanir og afarkostir eru lýsandi viðhorf SNR(samninganefnd ríkisins) sem mætir samninganefnd 11 aðildarfélaga BHM. Þetta er langt því frá því að vera eðlilegar samningaviðræður. Ríkið segir ,,þetta fáið þið og ekki neitt meira”. Ríkið hefur ákveðið um hvað og hvernig skuli samið í þessum viðræðum, afstaða félagsins er hunsuð og meiri harka er komin í SNR um að við semjum við þá á þeirra forsendum! Þetta er ólíðandi framkoma við starfsmenn ríkisins sem leggja allt sitt að mörkum fyrir sinn vinnuveitanda og okkur öll!

Greinin í heild sinni!