Fréttir og tilkynningar

3 júl. 2020 : Skrifstofan er lokuð og opnar aftur 10. ágúst

Skrifstofa félagsins er lokuð og opnar aftur 10. ágúst 2020. Tölvupóstur félagsins fin@bhm.is verður þó vaktaður og erindum svarað eins fljótt og kostur er og almenna reglan er að viðbrögð komi frá okkur innan tveggja virkra daga.

3 júl. 2020 : Atkvæðagreiðsla um kjarasamning FÍN og Reykjavíkurborgar

Atkvæðagreiðsla um kjarasamningi FÍN og Reykjavíkurborgar, sem undirritaður var 25. júní sl., fór fram dagana 30. júní til 3. júlí 2020.

Á kjörskrá voru 67 og greiddu 35 atkvæði um samninginn. Kosningaþátttaka var því 52,239%.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já sögðu 31 eða 88,57%

Nei sögðu 4 eða 11,43%

Enginn skilaði auðu.

Kjarasamningur FÍN og Reykjavíkurborgar skoðast því samþykktur.

25 jún. 2020 : Samið við Reykjavíkurborg

Félagið hefur gengið frá kjarasamningi við Reykjavíkurborg og mun kynning fara fram á samningnum á þriðjudag í næstu viku. Atkvæðagreiðslu þarf að ljúka eigi síðar en 3. júlí nk. Samningurinn er afturvirkur til 1. apríl 2019 og gildir til loka mars 2023. Félagsmenn munu fá tölvupóst frá félaginu 26. júní ásamt afriti af kjarasamningnum, upplýsingar um staðsetningu kynningarfundar ásamt fundarstíma. Einnig verða sendar út upplýsingar hvernig félagsmenn hjá Reykjavíkurborg geta greitt atkvæði um samninginn.  

25 jún. 2020 : Greitt um mánaðarmótin til ríkisstarfsmanna

Félaginu hefur borist tilkynning frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að félagsmenn FÍN sem starfa hjá ríkinu munu fá leiðréttingu á launum sínum um næstu mánaðarmót. Afturvirkar greiðslur ná til 1. apríl 2019 en eingreiðslur sem greiddar voru á árinu 2019 koma til frádráttar.