Fréttir og tilkynningar

16 júl. 2021 : Skrifstofa lokuð

Skrifstofa FÍN er lokuð til 3. ágúst vegna sumarleyfa. 

Fyrir brýn erindi er hægt að hafa samband á fin@bhm.is.

The office of FÍN is closed until the 3rd of August.

For urgent matter please contact fin@bhm.is.

2 júl. 2021 : Uppfærður kjarasamningur SA og FÍN

Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og SA hefur verið uppfærður í heildstæðan kjarasamning sem er hægt að nálgast hér. Breytingarnar sem gerðar eru á samningnum eru þær að stytting vinnuvikunnar sem tók gildi 1. mars sl. og var gengið frá með sérstöku samkomulagi þann 7. janúar sl. hefur verið sett inn í heildstæðan kjarasamning. 

29 jún. 2021 : Orlofssjóður BHM

Orlofssjóður BHM (OBHM) leigir sjóðfélögum orlofshús og íbúðir, hér á landi og erlendis, auk þess að selja flugferðir hótelgistingu, útilegukort, veiðkort og golfkort á afsláttarkjörum. Sjóðfélagar eru þeir félagsmenn aðildarfélaga BHM sem vinnuveitendur greiða iðgjöld fyrir í sjóðinn. 

Hægt er að skrá sig á póstlista OBHM og einnig hvetjum við félagsmenn til að líka við facebook síðu sjóðsins.8 jún. 2021 : Stofnanasamningur undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Skógræktarfélags Íslands. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. apríl 2019, sbr. þó taka menntunarákvæði gildi 1. júní 2016 samkvæmt bókun þess efnis. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið