Fréttir og tilkynningar

1 des. 2020 : Tvískipt yfirvinna tekur gildi 1. janúar 2021

Í síðustu kjarasamningum var samið um tvískipta yfirvinnu í annars vegar yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tekin hefur verið ákvörðun um að samræma útfærslu tvískiptrar yfirvinnu á samningstímanum. Eftirfarandi ákvæði gilda um yfirvinnu 1 og 2: 


Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. 

Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum.

Tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum. 


Greiðsla fyrir yfirvinnu skal vera með eftirtöldum hætti:
Yfirvinna 1Kl. 08.00 - 17.00 mánudaga – föstudaga.
Yfirvinna 2Kl. 17.00 - 08.00 mánudaga – föstudaga.
Yfirvinna 2Kl. 00.00 - 24.00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga.
Tímakaup yfirvinnu 2 greiðist jafnframt fyrir vinnu umfram 40 stundir á viku (173,33 stundir miðað við meðalmánuð).

Þá hefur sömuleiðis verið ákveðið að föst yfirvinna sem er merkt sem slík í launakerfinu verði greidd sem yfirvinna 2 (1,0385%).


Hafir þú einhverjar spurningar um hver áhrif tvískiptrar yfirvinnu verða á þitt starf getur þú haft samband á fin@bhm.is 

20 nóv. 2020 : Nýjar úthlutunarreglur hjá Styrktarsjóði BHM

Félag íslenskra náttúrufræðinga vekur athygli á því að 12 nóvember síðastliðinn tóku gildi nýjar úthlutunarreglur hjá Styrktarsjóði BHM. Breytingarnar lúta meðal annars að upphæð sjúkradagpeninga, hækkun á líkamsræktarstyrk, hækkun á gleraugnastyrk og breytinga á reglum er lúta að tannviðgerðum. Einnig er hægt að sækja oftar um styrk en einu sinni á hverju tólf mánaða tímabili.


Þeir félagar FÍN sem starfa hjá opinberum aðilum eru aðilar að styrktarsjóð FÍN.

6 nóv. 2020 : Hvernig verður 12 klst vaktakerfum breytt hjá fólki í vaktavinnu?

Með styttingu vinnuvikunnar verða töluverðar breytingar á 12. klst vaktakerfum. Hér er fróðlegt myndband um hvernig breytingarnar verða. Einnig er hægt að fræðast um styttingu vinnuvikunnar með því að bóka rafrænan vinnustaðafund með formanni FÍN hægt er að bóka fund á fin@bhm.is myndbandið má sjá hér.

5 nóv. 2020 : Hver er vegferðin framundan í styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki?

Hvernig verður undirbúning, innleiðingu, eftirfylgni og endurskoðun á ferlinu háttað? Hér er stutt myndband um efnið. Einnig er hægt að fræðast frekar með því að bóka rafræna vinnustaðafundi með formanni FÍN, hægt er að bóka fundi á fin@bhm.is myndbandið má sjá hér.