Fréttir og tilkynningar

19 sep. 2023 : Ert þú á póstlista Orlofssjóðs BHM?

FÍN hvetur allt félagsfólk til að skrá sig á póstlista Orlofssjóðs BHM þar sem öllum mikilvægum upplýsingum um sjóðinn er miðlað. Á Facebook síðu sjóðsins er einnig oft auglýst þar sem losnar með stuttum fyrirvara. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda póst á sjodir@bhm.is

10 sep. 2023 : Breytingar LSR og áhrif á réttindi sjóðfélaga

Vegna fyrirspurna frá félagsfólki um nýlegar breytingar á samþykktum LSR og áhrif þeirra á réttindi sjóðfélaga. Athygli er vakin á upptöku LSR af sjóðfélagafundi sem haldinn var í vor þar sem farið var yfir áhrif breytinga á réttindi og ávinnslu. Upptaka af kynningunni er aðgengilega á vef LSR. Einnig er bent á upptöku af námskeiði um þetta  efni á fræðsluvef BHM.

16 ágú. 2023 : Trúnaðarlæknir á vinnustað

Fyrir liggur, samkvæmt dómi Landsréttar í júní sl., að starfsfólki ber ekki skylda til að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni að kröfu vinnuveitanda eða að kröfu trúnaðarlæknis.

Telji trúnaðarlæknir að framkvæma þurfi frekari rannsóknir á veikindum starfsmanns þá þarf trúnaðarlæknir að snúa sér til læknis starfsmanns og óska eftir því að hann framkvæmi þær rannsóknir á starfsmanni sem trúnaðarlæknir telur nauðsynlegar.

Félagsdómur frá því í nóvember 2022 hafði fordæmisgildi í niðurstöðu Landsréttar.

Sjá nánar dóm Landsréttar í júní 2023.

Sjá nánar dóm Félagsdóms í nóvember 2022.

14 ágú. 2023 : Líkamsræktarstyrkir

Félagsfólki er bent á að félagar eiga rétt á styrkjum vegna líkamsræktar eða íþróttaiðkunar. Kaup á tækjum og/eða öðrum útbúnaði til heilsuræktar er ekki styrkhæfur. Hægt er að kynna sér alla styrki á mínum síðum á bhm.is