Fréttir og tilkynningar

3 sep. 2024 : Námskeið fyrir matsmenn

Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dómkvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi. Í lok síðari námskeiðsdags verður haldið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari mun upplýsa nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana og svara spurningum. 

23 ágú. 2024 : Mannauður er gulls ígildi

Þó forstjóri beri ábyrgðina á fyrirtækinu þá er það oft svo að háskólamenntaðir sérfræðingar bera í sameiningu hitann og þungan af verðmætasköpuninni sem verður hjá fyrirtækinu.

13 ágú. 2024 : Fundur um stöðu kjaraviðræðna

Fundarbod-FB-staerd-Full-res-v2

Þann 19. ágúst næstkomandi verður haldinn fundur um stöðu kjarasamninga á

 opinberum markaði.

Maríanna H. Helgadóttir formaður FÍN mun fara yfir stöðu kjaraviðræðna ásamt því að fara yfir áherslur félagsins.

Félag íslenskra náttúrufræðinga semur á opinberum markaði við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Allt félagsfólk sem starfar á opinberum markaði hefur fengið tölvupóst með hlekki á fundinn, ef einhver hefur ekki fengið póst er viðkomandi beðinn að senda póst á fin@fin.is

 

 

 

5 júl. 2024 : Kjaraviðræður - Fundur með félagsmönnum - Sumarleyfi starfsfólks - Skert þjónusta í júlí!

TofaVegna sumarleyfa hjá félaginu þá erum við með lágmarksmönnun í júlí og fram til 5. ágúst.  

Bakvakt verður þessa daga sem felur í sér að fylgst verður með tölvupóstum sem berast á netfangið fin@fin.is og áríðandi tölvupóstum svarað. 

Öllum tölvupóstum sem berast okkur verður svarað dagana 6. til 12. ágúst.

Félagsfólk sem þarf að ná í okkur í júlí er vinsamlegast beðið um að hafa samband við okkur um netfangið fin@fin.is og í algjörum neyðartilvikum er hægt að senda SMS skilaboð í símanúmer formanns í síma 864-9616.

Bandalag háskólamanna (BHM) lokar síðustu tvær vikurnar í júlí, en verður með bakvakt.

Öllum kjaraviðræðum félagsins hefur verið frestað fram í ágúst vegna sumarleyfa beggja megin borðs.

Þann 19. ágúst mun félagið boða til fundar með félagsfólki þar sem farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna.

Hafið það gott í sumar!