Fréttir og tilkynningar

18 jan. 2022 : Framboð til stjórnar

Allir félagsmenn sem ætla að bjóða sig fram til embætta eða trúnaðarstarfa á aðalfundi FÍN þurfa að tilkynna um framboð sitt til stjórnar FÍN samkvæmt lögum félagsins eigi síðar en 1. febrúar nk. Vinsamlegast sendið tilkynningu um framboð með því að fylla út eftirfarandi eyðublað .


Ekki er hægt að bjóða sig fram á sjálfum aðalfundinum, en kosið er á milli frambjóðanda á aðalfundinum.


18 jan. 2022 : Nýtt fréttabréf FÍN

Rafrænt Fréttabréf FÍN var sent út til allra félagsmanna FÍN í dag. Ef þú hefur ekki fengið fréttabréfið sent til þín í tölvupósti þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangi fin@bhm.is og tilkynntu okkur um það netfang sem þú vilt hafa á skrá hjá okkur.

14 jan. 2022 : Hærri styrkir hjá sjúkrasjóði

Nýjar úthlutunarreglur sjúkrasjóðs BHM (félagsmenn á almennum markaði) tóku gildi nú um áramótin. Mikill viðsnúningur hefur orðið á sjóðnum á síðustu tveimur árum og því ástæða til að hækka styrki.
Félagsmenn FÍN eru hvattir til að kynna sér styrkbreytingar t.d. hækkar líkamsræktarstykur úr 12.000 kr. upp í 25.000 kr. á 12 mánaða tímabili.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér breytingarnar á heimasíðu BHM.

3 jan. 2022 : Stofnanasamningur undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. janúar 202s. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.