Orlofsvalkostir

Félagsmenn FÍN hafa aðgang að Orlofssjóði BHM.

  • Fiðrildi: Brynja Hrafkelsdóttir
    Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

Allir félagsmenn FÍN hafa aðgang að Orlofssjóði BHM.

Á bókunarvef orlofssjóðssins eru m.a. upplýsingar um orlofshús og íbúðir hér á landi, afsláttarbréf fyrir flug og gistingu, útilegukort og veiðikort auk afslátta

Hægt er að skoða hvað er í boði og hvað er laust án þess að vera innskráður en til að bóka eða kaupa er nauðsynlegt að skrá sig inn á bókunarvef sjóðsins.

Orlofssjóður BHM

Orlofssjóður BHM er opinn fyrir alla sjóðsfélaga en flest allir félagsmenn í FÍN eiga aðild að Orlofssjóði BHM.

Orlofssjóður BHM á fjölda orlofshúsa og íbúðir víða um land sem eru í heilsársleigu, auk afsláttaávísana í flug, hjá ferðafélögum, vegna veiði og hótelgistingar.  Einnig eru leigðar út íbúðir og orlofshús erlendis.

Fylgist með með því að vera áskrifandi að póstlista sjóðsins.

Bókanir og nánari upplýsingar má finna á bóknunarvef Orlofssjóðs BHM

Félagsmenn sem greiða ævigjald í Orlofssjóð BHM þegar þeir hefja töku lífeyris geta lagt fram kvittun fyrir greiðslu á skrifstofu FÍN og óskað eftir endurgreiðslu á gjaldinu ef þeir uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir endurgreiðslunni.

Hraun í Öxnadal

Samstarf er á milli Menningarfélags Hrauns í Öxnadal annars vegar og FÍN og Rithöfundarsambands Íslands hins vegar um að félagar í þessum samtökum eigi forgang að því að leigja fræðimannsíbúð að Hrauni í Öxnadal viku í senn gegn vægu gjaldi. Félagsmenn eru beðnir að hafa samband við Hönnu Rósu Sveinsdóttur í síma 898 2528 eða senda umsókn um dvöl á netfangið hanna@minjasafnid.is