Orlofsvalkostir

Félagsmenn FÍN hafa aðgang að Orlofssjóði BHM.

  • Fiðrildi: Brynja Hrafkelsdóttir
    Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

Allir félagsmenn FÍN hafa aðgang að Orlofssjóði BHM.

Á bókunarvef orlofssjóðssins eru m.a. upplýsingar um orlofshús og íbúðir hér á landi, afsláttarbréf fyrir flug og gistingu, útilegukort og veiðikort auk afslátta

Hægt er að skoða hvað er í boði og hvað er laust án þess að vera innskráður en til að bóka eða kaupa er nauðsynlegt að skrá sig inn á bókunarvef sjóðsins.

Orlofssjóður BHM

Orlofssjóður BHM er opinn fyrir alla sjóðsfélaga en flest allir félagsmenn í FÍN eiga aðild að Orlofssjóði BHM.

Orlofssjóður BHM á fjölda orlofshúsa og íbúðir víða um land sem eru í heilsársleigu, auk afsláttaávísana í flug, hjá ferðafélögum, vegna veiði og hótelgistingar.  

Fylgist með með því að vera áskrifandi að póstlista sjóðsins.

Bókanir og nánari upplýsingar má finna á bóknunarvef Orlofssjóðs BHM

Félagsmenn sem greiða ævigjald í Orlofssjóð BHM þegar þeir hefja töku lífeyris geta lagt fram kvittun fyrir greiðslu á skrifstofu FÍN og óskað eftir endurgreiðslu á gjaldinu ef þeir uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir endurgreiðslunni.

  • Sjóðfélagi hefur 24 mán eftir að hafa lokið störfum til þess að óska eftir ævigjaldi (frá því að síðustu iðgjaldagreiðslur bárust).
  • Ævisjóðfélagar geta ekki sótt um á úthlutunartímabilum (páskar og sumar) og eru ekki í forgangsbókun þegar það opnar fyrir þá sem fengu synjað eða hættu við úthlutaða bókun. 
  • Ævisjóðfélagar geta þó bókað þegar það opnar fyrir alla og bókað það sem afbókast á þessum tímabilum. ATH þessi breyting á við um alla sem greitt hafa ævigjald og þá sem munu greiða ævigjaldið.
  • Þeir sem greitt hafa ævigjaldið eftir 1.janúar 2022 en hafa ekki nýtt sér orlofssjóðinn að neinu leyti síðan (þ.e. bókað bústað, keypt gjafabréf, kort eða Ferðaávísun) geta ef þeir vilja óskað eftir endurgreiðslu á ævigjaldinu með því að senda tölvupóst á sjodir@bhm.is .