Kjarasamningur FÍN og RML samþykktur
Niðurstöður liggja fyrir úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning FÍN og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. sem gildir frá 1. júní 2025 og til og með 31. desember 2028.
Alls voru 33 á kjörskrá og var þátttaka 54,55%.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
Alls samþykktu 10 aðilar kjarasamninginn eða 55,56%
Alls höfnuðu 8 aðilar kjarasamningnum eða 44,44%
Í samræmi við ofangreindar niðurstöður tilkynnist hér með að kjarasamningur FÍN og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. er samþykktur.