Staðan á kjarasamningi FÍN og SNS
Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) átti fund í dag með Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) í dag og aðilar náðu, því miður, ekki að ganga frá samningi sín á milli. Næsti fundur er boðaður í næstu viku. Það ber ekki mikið á milli aðila en það eru ákveðin atriði sem þarf að leiða til lykta svo hægt sé að ganga frá undirritun kjarasamnings. Við vonum að við höfum frekari fregnir handa okkar félagsmönnum í næstu viku.