Umsagnir FÍN í samráðsgátt stjórnvalda
Á undanförnum vikum hefur FÍN lagt inn umsagnir vegna mála í samráðsgátt stjórnvalda. Eitt af meginhlutverkum FÍN er að gæta hagsmuna félagsfólk í réttindamálum. FÍN hefur einsett sér að veita umsagnir um mál sem snerta félagsfólk og hafa áhrif á störf þess. Félagsfólk getur glöggvað sig á umsögnum félagsins en þær eru birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnir FÍN eru eftirfarandi:
- Umsögn FÍN vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur (sameining Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn) – mál nr. 166/2023
- Umsögn FÍN vegna fyrirhugaðrar sameiningar fimm stofnana umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis í tvær stofnanir – mál nr. 168/2023
- Umsögn FÍN vegna draga að reglum um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um störf forstöðumanna - Mál nr. 178/2023
- Umsögn FÍN vegna draga að reglum um starfslokasamninga – mál nr. 176/2023