1 mar. 2023

BHM endurnýjar samning við Akademias-enn fleiri námskeið í boði


BHM hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Akademias fyrir árið 2023-2024. Nú hafa námskeið frá Tækninám bæst við í úrvalið sem fyrir er í rafrænum fyrirtækjaskóla Akademias.

Nú má þar finna fjölda námskeiða um tæknimál, námskeið í forritum Office pakkans, námskeið í netöryggi og margt fleira.

Alls er um að ræða 105 námskeið og eru fleiri væntanleg í skólann

Aðgangur að fyrirtækjaskólanum er félagsfólki aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu.

Fyrri kóðar í fyrirtækjaskólann renna út 28. febrúar 2023 og biðjum við félagsfólk um að skrá sig að nýju til fá aðgang næsta árið, eða til
loka febrúar 2024.