16 ágú. 2023

Trúnaðarlæknir á vinnustað

Fyrir liggur, samkvæmt dómi Landsréttar í júní sl., að starfsfólki ber ekki skylda til að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni að kröfu vinnuveitanda eða að kröfu trúnaðarlæknis.

Telji trúnaðarlæknir að framkvæma þurfi frekari rannsóknir á veikindum starfsmanns þá þarf trúnaðarlæknir að snúa sér til læknis starfsmanns og óska eftir því að hann framkvæmi þær rannsóknir á starfsmanni sem trúnaðarlæknir telur nauðsynlegar.

Félagsdómur frá því í nóvember 2022 hafði fordæmisgildi í niðurstöðu Landsréttar.

Sjá nánar dóm Landsréttar í júní 2023.

Sjá nánar dóm Félagsdóms í nóvember 2022.