24 mar. 2025

FÍN og Líffræðifélag Íslands í samstarf


Kannski4

Á dögunum var skrifað undir það sem kalla mætti sögulega samstarfsyfirlýsingu þegar fulltrúar FÍN og Líffræðifélags Íslands skrifuðu undir formlega samstarfsyfirlýsingu. FÍN hefur í gegnum árin átt í góðu samstarfi við fagfélög en þetta er í fyrsta sinn sem skrifað er undir formlega samstarfsyfirlýsingu við slíkt félag.

FÍN hefur undanfarið unnið markvisst að því að efla samstarf við fagfélög með það að markmiði að virkja félagsfólk í samvinnu við fagfélögin. Liður í þeirri vinnu er að koma á formlegum samstarfssamningum við fagfélögin og finna með þeim fleti til samvinnu, svo sem um ráðstefnuhald, fræðslu og fyrirlestra.

Þá er það skýrt markmið að samstarfið verði báðum félögum til heilla, auki sýnileika þeirra og faglegan grundvöll. FÍN mun einnig veita félaginu faglega ráðgjöf á sviði markaðsmála og aðgang að sérfræðingum félagsins.

Samtal FÍN og Líffræðifélag Íslands gekk ótrúlega hratt og örugglega fyrir og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir skjót og jákvæð viðbrögð við erindi okkar. Við hlökkum til samstarfsins og væntum þess að skrifa undir samstarfsyfirlýsingar við fleiri fagfélög á næstu vikum og mánuðum.

Hægt er að hafa samband vegna samstarfs fagfélaga á skrifstofu FÍN: fin@fin.is

Kannski3

Á myndinni eru þau Þorkell Heiðarsson, starfandi formaður FÍN, og Ásthildur Erlingsdóttir,  formaður Líffræðifélags Íslands.