Kjarasamningur við Reykjavíkurborg undirritaður

FÍN gekk í dag frá undirritun kjarasamnings við Reykjavíkurborg og verður hann kynntur félagsfólki á fjarfundi á morgun, 15. janúar, kl. 14:00. Slóð á fundinn hefur verið send í tölvupósti til félagsfólks.
Kjarasamningurinn verður aðgengilegur félagsfólki eftir kynningarfundinn ásamt öllum viðeigandi fundargögnum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst strax að loknum fundi og mun félagsfólk fá sendan kosningahlekk en ef einhverjum berst ekki hlekkur skal senda póst á fin(hja)fin.is og óska eftir honum.
Kosningin mun standa til klukkan 11:00 þann 20. janúar.
Við hvetjum allt félagsfólk sem á aðild að þessum samningi og kosningarétt til að fjölmenna á kynningarfundinn og taka þátt í kosningunni.