Starfsreglur Siðanefndar FÍN

Hér fyrir neðan eru starfsreglur Siðanefndar FÍN.

1. grein

Siðanefnd skal kosin á aðalfundi Félags íslenskra náttúrufræðinga.  Hún skal skipuð fimm félagsmönnum og tveimur til vara.  Nefndin skal kosin til 2 ára í senn, þó þannig að í fyrsta skiptið skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann til eins árs, en hina til tveggja ára.  Þeir sem gefa kost á sér í Siðanefnd á aðalfundi félagsins, skulu tilkynna stjórn FÍN skriflega um framboð sitt fyrir 1. febrúar. 

2. grein

Siðanefnd FÍN starfar samkvæmt siðareglum félagsins.

3. grein

Siðanefnd skiptir sjálf með sér verkum og velur sér formann og ritara.

4. grein

Formaður boðar til fundar eða staðgengill í forföllum hans.

5. grein

Siðanefnd skal halda gjörðabók, þar sem skráðar eru fundargerðir og lyktir mála.

6. grein

Erindi til siðanefndar skulu vera skrifleg.

7. grein

Nefndarmönnum ber að gæta fyllsta trúnaðar varðandi störf nefndarinnar og ekki ræða þau nema við þá sem nauðsyn ber til að leita til á hverjum tíma, m.a. vegna gagnaöflunar.

8. grein

Siðanefnd ber að fjalla um öll mál af heiðarleika, óhlutdrægni og fullum drengskap.

9. grein

Tengist nú nefndarmaður máli beint eða óbeint, þ.e. vegna hagsmuna-, fjölskyldu- og/eða vináttutengsla ber honum tafarlaust að víkja sæti úr nefndinni þar til málið er til lykta leitt.  Skal þá varamaður taka sæti hans.

Samþykkt á aðalfundi FÍN 15. febrúar 2011