FÍN tekur MailChimp í notkun
Hvetjum félaga til að uppfæra netföng
Á dögunum tók FÍN MailChimp í sína þjónustu og eftirleiðis mun allur fjölpóstur frá félaginu vera borinn út af þessum snjalla simpansa.
Fyrstu póstarnir voru sendir út í gær á hluta félagsmanna, en það voru fundarboð vegna félagsfunda í næstu viku. Póstinn fengu þeir sem vinna hjá ríkinu, sveitarfélögum og Reykjavíkurborg. Við viljum benda félagsfólki á að póstar frá MailChimp enda stundum í fyrstu atrennu í „promotions“ eða „other“ og því um að gera að athuga hvort þið eigið póst frá okkur sem hefur farið framhjá ykkur.
Þá styttist í útgáfu jólafréttabréfs félagsins og hvetjum við félagsfólk til að skrá sig inn á „Mitt stéttarfélag“ hér til hliðar og athuga hvort þið séuð ekki örugglega með rétt netfang skráð.