Reglubreytingar hjá Starfsmenntunarsjóði BHM
Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur samþykkt reglubreytingar sem hafa þegar tekið gildi. Hámarksstykur hækkar úr 120.000 í 160.000 kr. miðað við mánaðarlegt iðgjald. Þeir sjóðfélagar sem höfðu fullnýtt styrk sinn fyrir reglubreytinguna en eru með umfram kostnað (og undir 12 mánuðir eru frá lokum verkefni) geta sótt um styrk fyrir núverandi eftirstöðvum. Hægt er að kynna sér reglubreytingar hér.