FÍN og Símenntun Háskólans á Akureyri í samstarf
Á dögunum undirrituðu fulltrúar FÍN og Símenntunar Háskólans á Akureyri samstarfssamning en markmið hans er m.a. að efla námsframboð og auka fjölbreytileika í námsleiðum fyrir félagsfólk FÍN.
Félagsfólk í FÍN fær 15% afslátt af styttri námskeiðum og námsleiðum hjá Símenntun Háskólans á Akureyri með afsláttarkóða sem sendur var á póstlista félagsins. Þá eru námskeiðin almennt styrkhæf úr sjóðum BHM.
Afsláttarkjörin eru fyrstu skrefin í þessu samstarfi og hlökkum við til að útvíkka það nánar og munum færa ykkur fréttir af næstu skrefum þegar þau liggja fyrir. Valin námskeið og fyrirlestrar verða einnig auglýst á vef FÍN.
Símenntun Háskólans á Akureyri hefur einsett sér það að verða leiðandi afl í fjarnámi hvað endurmenntun varðar. Félagsfólk FÍN um allt land ætti því að geta nýtt sér þennan kost óháð staðsetningu.
Fékkst þú engan póst frá okkur um þetta samstarf? Sendu okkur línu á fin@fin.is og við finnum út úr því.
