Hver eru launin?

Hver eru laun náttúrufræðinga? Eru launin mín samanburðarhæf?

  • Guðmundur A. Guðmundsson við störf á Krísuvikurbjargi
    Mynd: Ernir Eyjólfsson/Mbl.is

Félagið tekur reglulega saman gögn um laun og launaþróun félagsmanna.  Einnig stendur félagið fyrir kjarakönnunum meðal félagsmanna sinna í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM.Hagstofa Íslands

Á vefsíðu Hagstofu Íslands er hægt að kynna sér laun fullvinnandi launamanna á almennum markaði eftir starfi og kyni. Í grein frá Hagstofu Íslands koma fram vísbendingar um ábata af menntun á vinnumarkaði.

Tafla um ,,Regluleg heildarlaun fullvinnandi launamanna á almennum markaði eftir starfi og kyni":

2018  Neðri
fjórðungsmörg
Miðgildi Meðaltal Efri
fjörðungsmörk 
 Sérfræðistörf (Karlar)752.000 kr.877.000 kr.947.000 kr.1.075.000 kr.
 Sérfræðistörf (Konur)670.000 kr.820.000 kr.868.000 kr. 976.000 kr. 
 Sérfræðistörf (Allir)717.000 kr.858.000 kr.918.000 kr. 1.039.000 kr. 

Heimild: Hagstofa Íslands

Fjármálaráðuneytið

Á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands er hægt að kynna sér meðallaun starfsmanna ríkisins. 

Tafla um meðaltal dagvinnu- og heildarlauna starfsmanna ríkisins sem eru í FÍN:

 Júní 2018

Dagvinnulaun 

Heildarlaun

2017   Dagvinnulaun Heildarlaun 
 Karlar 625.320 735.711  Karlar  578.906  675.628
 Konur582.978 652.582  Konur  538.438  605.625
 Samtals 602.112 690.149  Samtals  557.366 638.368

Heimild: Stjórnarráð Íslands

Reykjavíkurborg

Tafla um meðaltal dagvinnu- og heildarlauna starfsmanna Reykjavíkurborgar sem eru í FÍN:

 September 2018Dagvinnulaun  (m.t) Heildarlaun (m.t.)
 Allir* 541.401 706.381
*Samantekt unnin af hagfræðingi BHM

Kjarakannanir

Á árunum 2013-2016 stóð Bandalag háskólamanna fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM og tók FÍN þátt í þessu verkefni.

Kjarakannanir 2016

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur nú birt könnun Maskínu vegna launaupplýsinga fyrir árið 2015.  Niðurstöður voru kynntar á fundi með aðildarfélögum BHM 20. júní 2016.  Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr þessum könnunum:

Kjarakannanir 2015

Bandalag háskólamanna stóð fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM og voru niðurstöður kynntar á fundi aðildarfélaganna þann 28. ágúst sl..  Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr þessum könnunum:

* Á bls. 85 eru upplýsingar um launakjör félagsmanna sem starfa á almenna markaðinum, á bls. 84 eru upplýsingar um launakjör félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögunum, á bls. 83 eru upplýsingar um launakjör félagsmanna sem starfa hjá Reykjavíkurborg og á bls. 82 eru upplýsingar um launakjör ríkisstarfsmanna.

Kjarakannanir 2014

Bandalag háskólamanna stóð fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM og voru niðurstöður kynntar þann 5. september 2014 á blaðamannafundi.  Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr þessum könnunum:

Kjarakannanir 2013

Bandalag háskólamanna stóð fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM og voru niðurstöður kynntar þann 26. ágúst 2013 á blaðamannafundi.  Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr þessum könnunum:

Skýrslur aðila vinnumarkaðarins

Aðilar vinnumarkaðarins hafa gefið út skýrslu um launaþróun og efnahagsumhverfi sem er ætlað að vera mikilvægt innlegg í komandi kjaraviðræður enda er í henni rakin kjaraþróun undanfarinna ára auk þess sem leitast er við að varpa ljósi á efnahagsumhverfið á komandi misserum. Greiningin er unnin að undirlagi Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (SALEK).  Sjá nánar.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa gefið út skýrslu um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið með úttektinni er að leita fyrirmynda í nágrannaríkjum Íslands sem geti nýst við að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi þannig að þeir stuðli að stöðugu verðlagi, auknum kaupmætti launa og samkeppnishæfni atvinnulífsins.  Sjá nánar.