Hver eru launin?

Hver eru laun náttúrufræðinga? Eru launin mín samanburðarhæf?

  • Guðmundur A. Guðmundsson við störf á Krísuvikurbjargi
    Mynd: Ernir Eyjólfsson/Mbl.is

Félagið tekur reglulega saman gögn um laun og launaþróun félagsmanna.  Einnig stendur félagið fyrir kjarakönnunum meðal félagsmanna sinna í samvinnu við önnur aðildarfélög BHM.Hagstofa Íslands

Á vefsíðu Hagstofu Íslands er hægt að kynna sér laun fullvinnandi launamanna á almennum markaði eftir starfi og kyni. Í grein frá Hagstofu Íslands koma fram vísbendingar um ábata af menntun á vinnumarkaði.

Tafla um ,,Grunnlaun fullvinnandi launamanna á almennum markaði eftir launþegahópi, starfstétt og kyni ásamt meðaltali heildarlauna":

2020 Neðri
fjórðungsmörg
Miðgildi Meðaltal Efri
fjörðungsmörk 
Heildarlaun 
 Sérfræðistörf (Karlar)783.000 kr.910.000 kr.968.000 kr.1.075.000 kr. 1.149.000 kr.
 Sérfræðistörf (Konur)690.000 kr.831.000 kr.968.000 kr.1.005.000 kr. 1.063.000 kr.
 Sérfræðistörf (Allir)752.000 kr.881.000 kr.935.000 kr.1.046.000 kr. 1.119.000 kr.

Heimild: Hagstofa Íslands  

Fjármálaráðuneytið

Á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands er hægt að kynna sér meðallaun starfsmanna ríkisins. 

Tafla um meðaltal dagvinnu- og heildarlauna starfsmanna ríkisins sem eru í FÍN:

 2021 jan - septDavinnulaun  Heildarlaun 2020

Dagvinnulaun 

Heildarlaun

 Karlar 690.202 kr.813.583 kr. Karlar 665.990 kr. 795.191 kr.
 Konur 667.134 kr.758.624 kr. Konur640.271 kr. 742.554 kr.
 Samtals 677.073 kr.782.354 kr. Samtals 651.743 kr. 766.047 kr.

Heimild: Stjórnarráð Íslands

Reykjavíkurborg

Tafla um meðaltal dagvinnu- og heildarlauna starfsmanna Reykjavíkurborgar sem eru í FÍN:

 September 2018Dagvinnulaun  (m.t) Heildarlaun (m.t.)
 Allir* 541.401 kr. 706.381 kr.
*Samantekt unnin af hagfræðingi BHM

Kjarakannanir

Á árunum 2013-2016 stóð Bandalag háskólamanna fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM og tók FÍN þátt í þessu verkefni.

Kjarakannanir 2016

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur nú birt könnun Maskínu vegna launaupplýsinga fyrir árið 2015.  Niðurstöður voru kynntar á fundi með aðildarfélögum BHM 20. júní 2016.  Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr þessum könnunum:

Kjarakannanir 2015

Bandalag háskólamanna stóð fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM og voru niðurstöður kynntar á fundi aðildarfélaganna þann 28. ágúst sl..  Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr þessum könnunum:

* Á bls. 85 eru upplýsingar um launakjör félagsmanna sem starfa á almenna markaðinum, á bls. 84 eru upplýsingar um launakjör félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögunum, á bls. 83 eru upplýsingar um launakjör félagsmanna sem starfa hjá Reykjavíkurborg og á bls. 82 eru upplýsingar um launakjör ríkisstarfsmanna.

Kjarakannanir 2014

Bandalag háskólamanna stóð fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM og voru niðurstöður kynntar þann 5. september 2014 á blaðamannafundi.  Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr þessum könnunum:

Kjarakannanir 2013

Bandalag háskólamanna stóð fyrir kjarakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga BHM og voru niðurstöður kynntar þann 26. ágúst 2013 á blaðamannafundi.  Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr þessum könnunum:

Skýrslur aðila vinnumarkaðarins

Aðilar vinnumarkaðarins hafa gefið út skýrslu um launaþróun og efnahagsumhverfi sem er ætlað að vera mikilvægt innlegg í komandi kjaraviðræður enda er í henni rakin kjaraþróun undanfarinna ára auk þess sem leitast er við að varpa ljósi á efnahagsumhverfið á komandi misserum. Greiningin er unnin að undirlagi Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (SALEK).  Sjá nánar.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa gefið út skýrslu um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið með úttektinni er að leita fyrirmynda í nágrannaríkjum Íslands sem geti nýst við að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi þannig að þeir stuðli að stöðugu verðlagi, auknum kaupmætti launa og samkeppnishæfni atvinnulífsins.  Sjá nánar.