9 jún. 2023

Kjarasamningur undirritaður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu!

Félag íslenskra náttúrfræðinga hefur undirritað kjarasamning við SFV. Það var gert í tveimur þrepum, annars vegar tengisamning við núgildandi kjarasamning, ásamt viðbótum, viðaukum og bókunum, er önnur aðildarfélög BHM hafa gert við SFV og tekur hann gildi 31. mars 2023. Hins vegar var undirritaður framlenging og breyting á fyrrgreindum samningi með gildistíma frá 1. apríl 2023.

Síðari kjarasamningurinn fer í kosningu meðal félagsfólks FÍN er starfar fyrir aðildarfyrirtæki SFV og hefst sú kosning kl: 12:00 mánudaginn 12. júní og mun standa til 12:00 föstudaginn 16. júní. Við munum senda út frekari upplýsingar er varðar kosninguna strax eftir helgi.