Breytingar á verklagsreglum OBHM
Breytingar hafa verið gerðar á Verklagsreglum OBHM varðandi ævigjald sem taka gildi 1.janúar 2024.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
• Ævisjóðfélagar geta ekki sótt um á úthlutunartímabilum (páskar og sumar) og eru ekki í forgangsbókun þegar það opnar fyrir þá sem fengu synjað eða hættu við úthlutaða bókun. Ævisjóðfélagar geta þó bókað þegar það opnar fyrir alla og bókað það sem afbókast á þessum tímabilum. ATH þessi breyting á við um alla sem greitt hafa ævigjald og þá sem munu greiða ævigjaldið.
• Sjóðfélagi hefur 24 mán eftir að hafa lokið störfum til þess að óska eftir ævigjaldi (frá því að síðustu iðgjaldagreiðslur bárust).
Þeir sem greitt hafa ævigjaldið eftir 1.janúar 2022 en hafa ekki nýtt sér orlofssjóðinn að neinu leyti síðan (þ.e. bókað bústað, keypt gjafabréf, kort eða Ferðaávísun) geta ef þeir vilja óskað eftir endurgreiðslu á ævigjaldinu með því að senda tölvupóst á sjodir@bhm.is.
Hægt er að kynna sér frekar reglur á bhm.is