27 ágú. 2025

Laun hjá ríki hækka um 1,24%

Pexels-michael-burrows-7128957

Nefnd um launatöfluauka, skipuð fulltrúum heildarsamtaka launafólks og opinberra launagreiðenda (ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg), hefur lokið fyrsta uppgjöri vegna viðmiðunartímabilsins desember 2023 til desember 2024.

Niðurstaða nefndarinnar er að launatöfluauki virkist í kjarasamningum sem ríkið hefur gert við félög innan BHM og BSRB sem uppfylla ákveðnar forsendur. Launatöflur FÍN hjá ríkinu hækka því um 1,24% frá og með 1. september 2025, hækkunin kemur því til útgreiðslu 1. október næstkomandi.

Ef þú hefur einhverjar spurningar um framkvæmd þessarar hækkunar sendu okkur endilega línu á fin@fin.is.