Trúnaðarmenn FÍN

  • Brandugla.
    Picture: Brynja Hrafnkelsdóttir

Trúnaðarmenn FÍN eru fulltrúar félagsins á hverjum vinnustað. Trúnaðarmenn eru tengiliðir milli félagsmanna á vinnustað og vinnuveitanda annars vegar og milli félagsmanna og félagsins hins vegar.

Hér er m.a. að finna lista yfir trúnaðarmenn FÍN á einstökum stofnunum og vinnustöðum. Einnig er hér að finna fræðsluefni fyrir trúnaðarmenn og aðra áhugasama um kjör og réttindi.

Félagi íslenskra náttúrufræðinga er umhugað að bjóða félagsmönnum upp á bestu þjónustu sem unnt er veita í hverju tilfelli. Í því felst m.a. að félagsmenn geti leitað upplýsinga um kjara- og réttindamál og fengið ráðgjöf/aðstoð hjá trúnaðarmanni á vinnustað.

Félagið leitast við að halda úti öflugu neti trúnaðarmanna. Félagsmenn hafa þann valkost að kjósa/velja úr sínum röðum trúnaðarmann/menn. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér þennan rétt og félagið býður fram aðstoð og ráðgjöf við kosningu trúnaðarmanna.


Listi yfir trúnaðarmenn FÍN


Vinnustaður  Nafn Kosning útrunnin: 
Actavis Group PTC ehf.
Enginn
Algalíf Iceland ehf. Enginn   
Alta ehf. Þóra Kjarval jan. 2024
Alvotech hf.  Enginn  
Almannavarnadeild ríkislögreglunnar Enginn   
 Arkþing Nordic Ástríður Eggertsdóttir** maí 2024
Arnarskóli  Enginn
Austurbrú Enginn
Biskupsstofa Enginn
Bioeffect ehf Gyða Ósk Bergsdóttir mars 2024 
Byggðasafn Skagfirðinga Enginn
Bændasamtök Íslands
Enginn

Coripharma ehf.Enginn
Efla hf. Enginn   
Ferðamálastofa  Enginn   
Fiskistofa Enginn   
Fjarðabyggð  Enginn
Framkvæmdasýsla ríkisins
Friðrik Óttar Friðriksson okt 2025
Fræðslumiðstöð Vestfjarða  Enginn  
Genís hf. Enginn 
Hafrannsóknarstofnun rannsókna-og ráðgjafarstofnun
hafs og vatna
Sigurvin Bjarnason
Sólrún Sigurgeirsdóttir
mars 2024
okt. 2022
Háskóli Íslands/Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafr. Enginn
Háskóli Íslands/Tilraunastöð í meinafræði að Keldum
Edda B. Hafstað Ármannsdóttir
jan. 2025
Háskóli Íslands/Jarðvísindastofnun
Enginn
Háskóli Íslands  Enginn   
Háskólinn í Reykjavík ehf.  Enginn   
Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, 
 Mosfellsbæjar, Álftanes og Seltjarnarness
Stefán Már Stefánsson* apríl 2024
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis Enginn
 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands Enginn
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra
Enginn
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða Enginn
Hjartavernd  Enginn
Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal  Enginn   
Iceprotein ehf. Enginn
Isavia ohf.  Enginn   
ÍSAM ehf.  Enginn   
Íslenskir Fjallaleiðsögumenn ehf.  Enginn   
Íslensk erfðagreining ehf.  Enginn   
ÍSOR-Íslenskar orkurannsóknir Helga Margrét Helgadóttir mars. 2026
Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs  Enginn
KeyNatura ehf.  Enginn   
Kópavogsbær Stefán Már Stefánsson apríl 2024 
Krabbameinsfélag Íslands
Enginn
Landbúnaðarháskóli Íslands

Jónína Svavarsdóttir

des 2024
Land og Skógur Gunnhildur Eva Gunnarsdóttir
Anna Sigríður Valdimarsdóttir
Ólafur Eggertsson
Sigríður Hrefna Pálsdóttir
des 2024
des 2024
júní 2025
júní 2025
Landhelgisgæslan Enginn
Landlæknisembættið Enginn
Landmótun sf.  Enginn   
Landmælingar Íslands  Steinunn Elva Gunnarsdóttir  sept 2025
Landspítali Háskólasjúkrahús/Blóðbankinn
Enginn
Landspítali Háskólasjúkrahús/Blóðbankinn Enginn
Landspítali Háskólasjúkrahús/ónæmisfræðid.Enginn
Landspítali Háskólasjúkrahús/veirudeild Ásta Karen Kristjánsdóttir des 2024
Landspítali Háskólasjúkrahús  Enginn
Landvernd  Enginn   
Landsvirkjun Enginn  
Lyf og heilsa hf.  Enginn   
Lyfjastofnun Gunnar Þ. Gunnarsson nóv. 2024
Lýsi hf.  Enginn  
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu Enginn
Mannvit Enginn
Matís ohf.  Enginn   
Matvælastofnun Enginn
Náttúrufræðistofa Kópavogs Stefán Már Stefánsson*
apríl 2024
Náttúrufræðistofnun Íslands
Heiðrún Eiríksdóttir (Akureyri)
Kristján Jónasson (Garðabæ)
Rannveig Thoroddsen (Garðabæ)
apríl 2026
mars 2024
mars 2024
Náttúruminjasafn Íslands  Snæbjörn Guðmundsson mars 2024
Náttúrustofa AusturlandsEnginn

Náttúrustofa Norðausturlands Enginn

Náttúrustofa Norðurlands vestra  Enginn

Náttúrustofa SuðausturlandsEnginn  
Náttúrustofa Suðurlands  Enginn

Náttúrustofa Suðvesturlands Enginn

Náttúrustofa Vestfjarða
Enginn

Náttúrustofa Vesturlands  Jakob Stakowski ágúst 2024
Nýr Landspítali Ásdís Ingþórsdóttir Júlí 2025
ORF Líftækni hf. Hildur Björg Birnisdóttir janúar 2024
Orkustofnun  Enginn
Orkuveita Reykjavíkur
Gunnar Gunnarsson desember 2024
Rannsóknamiðstöð Íslands / RANNÍS  Óskar Eggert Óskarsson **

des. 2024

Rannsóknarþjónustan Sýni ehf. Enginn  
Raunvísindastofnun Háskólans Enginn
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf.Enginn
Reykjavíkurborg
Björg Helgadóttir  
Ingvar Jón Bates Gíslason
Svava S. Steinarsdóttir
maí. 2025
maí. 2025

maí. 2025
Reykjalundur Enginn
Ríkiskaup Enginn

Ríkislögreglustjóri

Enginn
Skipulagsstofnun Berglind Sigurðardóttir feb 2025

Skógræktarfélag Íslands

Enginn

Stofnfiskur hf. Enginn  
Sveitarfélagið Skagafjörður Enginn   
Tæknisetur ehf júlí 2023
Umhverfisstofnun Hulda Soffía Jónasdóttir
Ríkey Kjartansdóttir
júlí 2024
júlí 2024
Vatnajökulsþjóðgarður  Enginn
Veðurstofa Íslands
Kristín Elísa Guðmundsdóttir
Benedikt G. Ófeigsson
Eiríkur Örn Jóhannesson
maí 2024
maí 2024
des 2024
Vegagerðin  Enginn
Verkís hf.  Enginn   
Vinnueftirlit ríkisins  Enginn
Vistor hf.  Enginn   
VSÓ Ráðgjöf ehf.  Enginn   
Ölgerðin Egill Skallagríms hf. Enginn  
Össur Iceland ehf.  Enginn   

* Sameiginlegir trúnaðarmenn nokkurra stofnana.

**Sameiginlegur trúnaðarmaður fyrir öll stéttarfélög BHM á vinnustaðnum.

Trúnaðarmannakosning - Eyðublöð

Val á trúnaðarmanni skal tilkynna vinnuveitanda og stéttarfélagi þegar í stað, með meðfylgjandi eyðublöðum:

  • Eyðublað fyrir trúnaðarmenn á opinberum vinnumarkaði 
  • Eyðublað fyrir trúnaðarmenn á almennum vinnumarkaði

Leyfilegur fjöldi trúnaðarmanna á vinnustað 

  • Almennur vinnumarkaður 

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 er heimilt  að kjósa trúnaðarmann á hverri vinnustöð þar sem starfa a.m.k. fimm félagsmenn.

  • Opinber vinnumarkaður (sveitarfélög og ríkisstarfsmenn)

Í lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna er fjöldaviðmið víðara og er heimilt að kjósa 2 trúnaðarmenn á vinnustöð þar sem 50 eða fleiri starfa. Samkvæmt fyrrnefndum lögum er heimilt að kjósa trúnaðarmenn fyrir félagssvæði eða hluta þess vegna starfsmanna á vinnustöðvum sem ekki uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda. Einstökum stéttarfélögum er heimilt að semja um aðra skipan á vali trúnaðarmanna en að framan greinir. Þá er heimilt að sameinast um trúnaðarmenn ýmist fyrir landssvæði, fleiri en eina stofnun eða milli stéttarfélaga hjá opinberum starfsmönnum. 

Samkvæmt "Samkomulagi um trúnaðarmenn hjá ríki, Reykjavíkurborg og ýmsum sjálfseignarstofnunum" er heimilt á þeim vinnustöðum þar sem starfsmenn vinna samkvæmt mismunandi vinnutímakerfum að kjósa einn trúnaðarmann hið  minnsta fyrir hvert vinnutímakerfi.

Kjörtímabil trúnaðarmanna

  • Kjörtímabil trúnaðarmanna er 2 ár í senn.  Ef  trúnaðarmaður er ekki endurkjörinn missir hann eftir 2 ár þá vernd og réttindi sem hann annars nýtur samkvæmt lögum.

Réttindi og friðhelgi trúnaðarmanna

Trúnaðarmaður nýtur verndar í störfum sínum sem slíkur og er heimilt að verja eftir því sem þörf krefur tíma til trúnaðarmannsstarfa og skulu laun ekki skerðast af þeim sökum. Ekki er heimilt að segja trúnaðarmanni upp störfum vegna starfa hans sem slíkur og skal ganga fyrir um vinnu þurfi vinnuveitandi að fækka starfsfólki. Hann skal hafa aðgang að gögnum og vinnuskýrslum er snýr að ágreiningsefni og skal hann fara með þau sem trúnaðarmál.

Rétt er að taka það fram að félagsmanni er óheimilt að sinna verkefnum trúnaðarmanns án þess að formlega hafi verið gengið frá því að viðkomandi sé trúnaðarmaður viðkomandi félags á vinnustað. Yfirmaður þarf að undirrita sérstakt eyðublað um að viðkomandi félagsmaður hafi stöðu trúnaðarmanns viðkomandi stéttarfélags á vinnustað og senda þarf það eyðublað til félagsins. Fyrr nýtur trúnaðarmaður hvorki verndar samkvæmt lögum né kjarasamningi.

Val á trúnaðarmönnum

1. Á starfsstöðvum þar sem enginn trúnaðarmaður er fyrir eða þar sem kosning hefur runnið út án kosningar nýs trúnaðarmanns skal eftirfarandi gilda:

1.1. Félagið getur á hvaða tímapunkti sem er, þó að jafnaði eigi síðar en í mars á hverju ári, upplýsa félagsmenn um stöðu trúnaðarmanna á viðkomandi starfsstöð. Jafnframt skal félagið hvetja félagsmenn til að velja sér trúnaðarmann sé enginn til staðar.

1.2. Sé enginn trúnaðarmaður á starfsstöð og félagsmenn vilja kjósa sér trúnaðarmann skal félagið óska eftir framboðum meðal allra félagsmanna. Tilkynna skal félaginu um framboð.

1.2.1. Komi fram fleiri en eitt framboð skal félagið tilkynna með rafrænum hætti til viðkomandi félagsmanna um framboðin og gefa frest (eigi minna en 7 daga) til að leggja fram frekari framboð.

1.2.1.1. Að loknum fresti skal félagið sjá um undirbúning kosningar, tilkynna félagsmönnum á kjörskrá hverjir séu í framboði og tilgreinir kjördag. Kosning skal að jafnaði fara fram með rafrænum og leynilegum hætti.

1.2.1.2. Að lokinni kosningu skal félagið tilkynna félagsmönnum um úrslit kosninga og aðstoða við tilkynningu til atvinnurekanda, sé þess óskað. Jafnframt skal félagið birta upplýsingar um trúnaðarmann á heimasíðu félagsins.

1.2.1.3. Nýkjörinn trúnaðarmaður skal sjá um að atvinnurekandi undirriti viðeigandi eyðublað og kemur því rafrænt til félagsins.

1.2.2. Komi eingöngu fram eitt framboð skal félagið tilkynna, með rafrænum hætti, félagsmönnum um framboðið og gefa frest (eigi minna en 7 daga) til að leggja fram frekari framboð. Upplýsa skal að ef aðeins einn er í framboði muni hann teljast sjálfkjörinn.

1.2.2.1. Komi ekki fram frekari framboð getur félagið ákveðið að ekki komi til kosninga. Sá sem hefur boðið sig fram telst að fresti liðnum sjálfkjörinn og skal félagið aðstoða með tilkynningu til atvinnurekanda sé þess óskað.

1.2.2.1.1. Nýkjörinn trúnaðarmaður skal sjá um að atvinnurekandi undirriti viðeigandi eyðublað og kemur því rafrænt til félagsins.

1.2.2.1.2. Félagið skal tilkynna öllum viðkomandi félagsmönnum um trúnaðarmann og birta á heimasíðu sinni upplýsingar þar um.

1.2.2.2. Komi fram frekari framboð skal liður 1.2.1. eiga við.


2. Á starfsstöðvum þar sem fyrir er trúnaðarmaður skal eftirfarandi gilda:

2.1. Félagið skal upplýsa sitjandi trúnaðarmenn um lok kjörtímabil þeirra að jafnaði eigi síðar en í marsmánuði á því ári sem kjörtímabili lýkur en þó aldrei seinna en mánuði áður en því líkur. Félagið skal jafnframt senda sitjandi trúnaðarmanni drög að kjörskrá á sama tíma sem trúnaðarmenn þurfa að bera saman við fyrirliggjandi upplýsingar m.a. frá atvinnurekanda.

2.2. Að jafnaði skal sitjandi trúnaðarmaður tilkynna öllum félagsmönnum um að kosning trúnaðarmanns standi fyrir dyrum. Hafi félagið ekki þegar sent trúnaðarmanni kjörskrá skal hennar óskað frá félaginu telji trúnaðarmaður þörf á. Tilkynningar undir þessum lið skulu gerðar með sannanlegum og rekjanlegum hætti.

2.2.1. Trúnaðarmaður skal óska eftir frambjóðendum meðal viðkomandi félagsmanna og jafnframt skal upplýsa hvort hann hyggst gefa kost á sér áfram. Gefa skal hæfilegan frest (7 daga) til að tilnefna frambjóðendur.

2.2.2. Komi fram fleiri en eitt framboð skal trúnaðarmaður tilkynna viðkomandi félagsmönnum um framboðin og gefa frest (eigi minna en 7 daga) til að leggja fram frekari framboð.

2.2.2.1. Að loknum fresti skal trúnaðarmaður sjá um undirbúning kosningar, tilkynna félagsmönnum á kjörskrá hverjir séu í framboði og tilgreina kjördag. Kosning skal að jafnaði fara fram með rafrænum leynilegum hætti og skal félagið aðstoða við slíkt sé þess óskað.

2.2.2.2. Að lokinni kosningu skal trúnaðarmaður tilkynna félagsmönnum um úrslit kosninga.

2.2.2.3. Nýkjörinn trúnaðarmaður skal sjá um að atvinnurekandi undirriti viðeigandi eyðublað og kemur því rafrænt til félagsins.

2.2.2.4. Félagið skal birta á heimasíðu sinni upplýsingar um trúnaðarmann.

2.2.3. Komi eingöngu fram eitt framboð skal trúnaðarmaður tilkynna, að jafnaði með rafrænum hætti, félagsmönnum um framboðið og gefa frest (eigi minna en 7 daga) til að leggja fram frekari framboð. Upplýsa skal að ef aðeins einn er í framboði muni hann teljast sjálfkjörinn.

2.2.3.1. Komi ekki fram frekari framboð getur trúnaðarmaður ákveðið að ekki komi til kosninga. Sá sem hefur boðið sig fram telst að fresti liðnum sjálfkjörinn og skal félagið aðstoða með tilkynningu til atvinnurekanda sé þess óskað.

2.2.3.1.1. Nýkjörinn trúnaðarmaður skal sjá um að atvinnurekandi undirriti viðeigandi eyðublað og kemur því rafrænt til félagsins.

2.2.3.1.2. Trúnaðarmaður skal tilkynna öllum viðkomandi félagsmönnum um kjör trúnaðarmans.

2.2.3.1.3. Félagið skal birta á heimasíðu sinni upplýsingar um trúnaðarmann.

2.2.3.2. Komi fram frekari framboð skulu liðir 2.2.2.1. til 2.2.2.4. eiga við.

Kjörskrá

Á kjörskrá eru allir félagsmenn með kosningarrétt sem starfa á viðkomandi starfsstöð og/eða fyrir viðkomandi vinnuveitanda. Kosningarétt hafa allir félagsmenn sem eru með fulla aðild að félaginu þegar kosning á sér stað. Athugið að starfsmenn í fæðingarorlofi, foreldraorlofi, launalausu leyfi eða í veikindaleyfi eiga einnig að vera á kjörskrá.

Félagið skal senda sitjandi trúnaðarmanni drög að kjörskrá að jafnaði í mars það ár sem kjörtímabil trúnaðarmanns rennur út en þó aldrei seinna en mánuði áður en því líkur. Trúnaðarmaður getur ávallt óskað eftir kjörskrá frá félaginu ef við á. Sitjandi trúnaðarmenn þurfa að bera þennan lista saman við fyrirliggjandi upplýsingar m.a. frá atvinnurekanda. Sé einhverjum ofaukið eða ef einhvern vantar þarf að leiðrétta kjörskrána og senda hana til félagsins. Félagið sker úr um ef vafi liggur fyrir í tengslum við kjörskrá.

Kjörstjórn

Kjörstjórn sér um allan undirbúning kosningar trúnaðarmanns/trúnaðarmanna

Félagsmenn FÍN á hverri starfsstöð geta ávallt ákveðið að tilnefna kjörstjórn vegna kjörs trúnaðarmanna eins venjubundið hefur verið, sjá neðangreindar verklagsreglur. Félagið tekur almennt stöðu kjörstjórnar þegar rafræn kosning á sér stað. Tilnefning kjörstjórnar er ekki krafa af hálfu félagsins heldur valkvæður möguleiki fyrir félagsmenn.

Kjörstjórn sér um allan undirbúning kosningar trúnaðarmanns/trúnaðarmanna. Áður en kjörstjórn er tilnefnd skal sitjandi trúnaðarmaður bera kjörskrá saman við upplýsingar frá atvinnurekanda og leiðrétta ef við á.

Verklagsreglur

1. Trúnaðarmenn senda, með rafrænum hætti, félagmönnum ósk eftir tilnefningum í kjörstjórn.

1.1. Bjóði enginn sig fram velur trúnaðarmaður 2 í kjörstjórn.

2. Kjörstjórn tilkynnir öllum félagsmönnum að kosning trúnaðarmanns standi fyrir dyrum og hverjir sitji í kjörstjórn.

3. Kjörstjórn sendir á alla sem eru á kjörskrá og óskar eftir frambjóðendum og getur þess jafnframt hvort núverandi trúnaðarmaður gefi kost á sér áfram. Gefinn skal hæfilegur frestur (7 daga) til að tilnefna frambjóðendur.

4. Kjörstjórn tilkynnir félagsmönnum á kjörskrá hverjir séu í framboði og tilgreinir kjördag. Kosning skal að jafnaði vera leynileg.

5. Kjörstjórn gefur út kjörseðla og setur upp kjörkassa þar sem félagsmenn eiga að afhenda atkvæði sitt.

5.1. Unnt er að hafa kosningu með rafrænum hætti. Heimilt er að hafa rafræna kosningu og getur félagið séð um hana ef kjörstjórn óskar þess. Kosning skal í öllum tilvikum vera leynileg. (Ef aðeins einn er í framboði til trúnaðarmanns er hann sjálfkjörinn trúnaðarmaður).

Kjörstjórn telur atkvæði eftir að kosningu er lokið. Sá/þeir sem fá flest atkvæði teljast löglega kosnir trúnaðarmenn.

Kjörstjórn tilkynnir atvinnurekanda, félaginu og félagsmönnum um niðurstöðu kosningarinnar.

Kjörstjórn sér til þess að atvinnurekandi undirriti þar til gert eyðublað og kjörstjórn kemur því eyðublaði til félagsins.

Trúnaðarmaður telst ekki fá réttarstöðu og lögbundna vernd trúnaðarmanns nema að kosning hafi verið tilkynnt skriflega og sannanlega til vinnuveitanda á umræddu eyðublaði.

Ítarefni 

Ákvæði um trúnaðarmenn í samningum og lögum

Fræðsluefni fyrir trúnaðarmenn