Stofnanasamningur við MAST undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Matvælastofnunar (MAST). Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. apríl síðastliðinn. Samningurinn hefur verið vistaður hér á vefnum og er aðgengilegur hér ásamt öðrum stofnanasamningum.
Félagsfólk hvatt til að kynna sér efni hans. Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að leita til FÍN fyrir nánari útskýringar í gegnum netfangið fin@fin.is
Samningsaðilum er þakkað kærlega fyrir samstarfið.