Kjarasamningur undirritaður við RML
Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og FÍN - Félags íslenskra náttúrufræðinga. Samningurinn byggir á fyrri samningi þessara aðila frá 2022.
Samningurinn er aðgengilegur hér á vefnum og er félagsfólk FÍN hvatt til að kynna sér samninginn gaumgæfilega. Hann verður einnig kynntur rafrænt á næstu dögum en gengið verður til rafrænna kosninga um hann á morgun, þriðjudaginn 8. júlí og mun sú kosning verða opin fram yfir kynningu.