9 nóv. 2023

Réttlát umskipti á vinnumarkaði - morgunverðarfundur - BHM

Í aðdraganda þríhliða fundar norrænna stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um réttlát umskipti, gangast BHM, BSRB og ASÍ fyrir sameiginlegum morgunverðarfundi í salnum VOX Club á Hótel Hilton Nordica, þriðjudaginn 14. nóvember kl. 08:30 – 10:00. Fundarstaðurinn opnar klukkan 08:00 með því að boðið verður upp á morgunverð.

Beint streymi verður af fundinum fyrir þau sem komast ekki á staðinn.

Loftslagsbreytingar munu hafa víðtæk áhrif á samfélagið, efnahag, atvinnulíf og vinnumarkað. Það hver áhrif breytinganna verða er undir því komið hvaða stefna verður mörkuð og hvort tryggt verði að aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum séu samræmdar markmiðum um starfs- og afkomuöryggi og góð lífskjör.

Á fundinum verður fjallað um hugmyndafræðina sem réttlát umskipti byggja á og hvaða þýðingu þau hafa fyrir íslenskt samfélag, vinnumarkað, efnahag og velferð launafólks. Leitast verður við að varpa ljósi á núverandi stefnu og aðgerðir stjórnvalda í þágu réttlátra umskipta og hvað uppá vantar til að sett markmið náist . Hægt er að kynna sér efnið frekar hér.