28 okt. 2024

Staða kjaraviðræðna

Þrátt fyrir að Félag íslenskra náttúrufræðinga hafi verið í formlegum kjaraviðræðum við opinbera launagreiðendur meira og minna allt þetta ár þá hefur ekki tekist að ná saman kjarasamningi fyrir félagsfólk FÍN.

Opinberir launagreiðendur (ríki, borg og sveit) hafa, frá upphafi, sameinast gagnvart öllum stéttarfélögum og haldið fast í ákveðnar línur í viðræðum sem fela m.a. í sér kaupmáttarrýrnun fyrir háskólamenntað starfsfólk. Á þessu ári höfum við unnið að því að finna samningsflöt í þeirri stöðu sem uppi er sem félagsfólk okkar gæti unað við.

Pexels-cottonbro-8465071

Staðan er vægast sagt ekki eins og best verður á kosið og hafa stjórnarslit og boðaðar kosningar ekki bætt þar úr skák. Við væntum þess að geta kynnt fyrir félagsfólki okkar á næstu vikum hvaða möguleikar liggja á borðinu og hvað okkar fólki býðst og þá þarf félagsfólk að taka afstöðu til þess hvort það fallist á þann kjarasamning sem borinn er á borð þeirra eða hvort halda skuli baráttunni áfram til að freista þess að ná betri árangri.

Með kærri kveðju,

Félag íslenskra náttúrufræðinga