Næstu hækkanir?

Kjarasamningar FÍN

Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur gert kjarasamninga við ríkið og Reykjavíkurborg og renna þeir samningar út 31. mars 2024. Unnið er að samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga en hann rann út 31. mars 2023.

Hækkanir á almennum markaði

Aðildarfélög Bandalags háskólamanna standa sameiginlega að samningi við Samtök atvinnulífsins (SA).  Ekki er samið um launalið í þessum samningum heldur aðeins um réttindi og skyldur starfsmannsins, en laun fara eftir því sem um semst á markaði.  Hver og einn þarf því að semja um laun og launakjör sín í ráðningarsamningi og hvernig fyrirkomulag hækkunar á launum er fyrirkomið. 

Hér fyrir neðan er tafla um hækkanir sem SA hefur samið um á almennum markaði:

Samningur  202420222022  2021
 Samtök atvinnulífsins (SA)1. febrúar, 3,25%, þó að lágmarki 23.750 kr.1. nóvember, 6,75% þó að hámarki 66.000 kr.1. janúar kemur almenn launahækkun um 17.250 kr.  1.  janúar  kemur almenn launahækkun um 15.750 kr.

 Hækkanir á launatöflu hjá opinberum starfsmönnum (ríki og sveitarfélög)

Samningur   2023 2022  2021 2020
 Ríki 1. apríl, sjá launatöflu, 4,3%-8,5%, meðaltalshækkun 7,65%, að hámarki 66.000 kr.1. janúar, laun hækka um 17.250 kr. 1. janúar,  laun hækka um 15.750 kr. 1. apríl, laun hækka um 18.000 kr.
 Sveitarfélög  Ósamið

 Ný launatafla, 1. janúar.

 Ný launatafla, 1. janúar.

Ný launatafla, 1. apríl.

 Reykjavíkurborg 1. apríl, sjá launatöflu, 6,75%-8,89% meðaltalshækkun 7,65%, önnur laun hækka um 5% (að undanskyldum öðrum launum C sem fylgja almennum launahækkunum á launatöflu).Kosið verður milli tveggja útfærslna eigi síðar en 1. nóv 2021 sjá kjarasamning. 1. janúar, laun hækka um 24.000 kr.  1. apríl,  laun hækka um 24.000 kr.

Eingreiðslur

Samningur
 2019
 Ríki Kr. 70.000 1. febrúar 2019***
 Sveitarfélög Kr. 58.000, apríl/maí**
 Reykjavíkurborg kr. 58.000 1. febrúar 2019*


*Sérstök eingreiðsla greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi 1. febrúar 2019.  Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.

**Sérstök eingreiðsla greiðist um mánaðarmótin apríl/maí 2019. Hún greiðist hverjum starfsmanni sem er við störf, janúar, febrúar og mars 2019, hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall þessa þrjá mánuði.

***Sérstök eingreiðsla greiðist 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni sem var við störf í desember 2018 og er enn við störf í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfshlutfall og starfstíma í desember.