Næstu hækkanir?
Kjarasamningar FÍN
Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur gert kjarasamninga við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga, samningar félagsins renna út 31. mars 2023.
Hækkanir á almennum markaði
Aðildarfélög Bandalags háskólamanna standa sameiginlega að samningi við Samtök atvinnulífsins (SA). Ekki er samið um launalið í þessum samningum heldur aðeins um réttindi og skyldur starfsmannsins, en laun fara eftir því sem um semst á markaði. Hver og einn þarf því að semja um laun og launakjör sín í ráðningarsamningi og hvernig fyrirkomulag hækkunar á launum er fyrirkomið.
Hér fyrir neðan er tafla um hækkanir sem SA hefur samið um á almennum markaði:
Samningur | 2022 | 2021 | 2020 |
---|---|---|---|
Samtök atvinnulífsins (SA) | 1. janúar kemur almenn launahækkun um 17.250 kr. | 1. janúar kemur almenn launahækkun um 15.750 kr. | 1. apríl kemur almenn launahækkun um 18.000 kr. |
Hækkanir á launatöflu hjá opinberum starfsmönnum (ríki og sveitarfélög)
Samningur | 2022 | 2021 | 2020 |
---|---|---|---|
Ríki | 1. janúar, laun hækka um 17.250 kr. | 1. janúar, laun hækka um 15.750 kr. | 1. apríl, laun hækka um 18.000 kr. |
Sveitarfélög |
Ný launatafla, 1. janúar. |
Ný launatafla, 1. janúar. |
Ný launatafla, 1. apríl. |
Reykjavíkurborg | Kosið verður milli tveggja útfærslna eigi síðar en 1. nóv 2021 sjá kjarasamning. | 1. janúar, laun hækka um 24.000 kr. | 1. apríl, laun hækka um 24.000 kr. |
Stofnanasamningar hjá ríkisstarfsmönnum
2016 | |
---|---|
Ríki | 1,65% Til útfærslu menntunarákvæða, sbr. 5. gr. þessa úrskurðar, eftir því sem þörf krefur og eftir atvikum annarra þátta í stofnanasamningum. |
Eingreiðslur
Samningur |
2019 |
---|---|
Ríki | Kr. 70.000 1. febrúar 2019*** |
Sveitarfélög | Kr. 58.000, apríl/maí** |
Reykjavíkurborg | kr. 58.000 1. febrúar 2019* |
*Sérstök eingreiðsla greiðist hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi 1. febrúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.
**Sérstök eingreiðsla greiðist um mánaðarmótin apríl/maí 2019. Hún greiðist hverjum starfsmanni sem er við störf, janúar, febrúar og mars 2019, hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall þessa þrjá mánuði.
***Sérstök eingreiðsla greiðist 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni sem var við störf í desember 2018 og er enn við störf í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega m.v. starfshlutfall og starfstíma í desember.