5 mar. 2024

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars.

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars er boðið til hádegisfundar sama dag kl. 11:30-13:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Fyrirlesarar:

  • Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðgjöf. Fæðingarorlof - reynsla, þróun og framtíðarsýn.
  • Maya Staub, sérfræðingur hjá Vörðu rannsóknastofnun vinnumarkaðarins. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs barnafjölskyldna á Íslandi.
  • Halldóra Guðmundsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskóla. Barnið vex en brókin ekki.

Pallborð: Anna Maria Milosz - skrifstofufulltrúi hjá Reykjavíkurborg , Guðný Björk Eydal - prófessor í félagsráðgjöf, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir - hagfræðingur BSRB, Sveinlaug Sigurðardóttir - varaformaður Félags leikskólakennara.

Að fundinum standa: ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Hægt er að fá nánari upplýsingar hér.