Könnun FÍN 2024
Svör þurfa að berast fyrir 22. júlí nk.
Við minnum félagsfólk FíN á að svara könnun FÍN 2024, hér er hlekkur á könnunina. Könnun FÍN 2024 varðar nafn og merki félagsins annars vegar og hins vegar ýmsar spurningar sem við þurfum svör við í ljósi þess að kjarasamningar eru í gangi.
Nýlega féll hæstaréttardómur um að ferðatími sé vinnutími og því óskum við eftir að fá svör frá okkar félagsfólki tengdum þeim dómi.
Við höfum einnig vitneskju um að einhverjir vinnuveitendur hafi fyrnt orlof en mögulega er ekki samræmi á milli vinnuveitanda hvernig það hefur verið framkvæmt. Því óskum við eftir upplýsingum frá félagsfólki hvort þau hafi orðið fyrir fyrningu orlofsdaga og hvernig framkvæmdin hafi farið fram.
Það er mikilvægt að við fáum svör frá félagsfólki okkar til að vinna okkur við ofangreinda þætti geti orðið bæði góð og markviss.
Nú þegar hafa 451 svar borist og við viljum gjarnan fá fleiri svör frá okkar félagsfólki.
Könnuninni verður lokað þann 22. júlí nk.
Hvetjum félagsfólk til að svara könnuninni sem allra fyrst!