Sjúkra– og styrktarsjóður BHM
Sjúkrasjóðir félagsmanna í FÍN eru tveir. Annars vegar Styrktarsjóður BHM, ætlaður opinberum starfsmönnum og hins vegar Sjúkrasjóður BHM fyrir félagsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði.
Hlutverk sjúkrasjóðanna er að veita sjóðsfélögum fjárhagsaðstoð vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu vegna veikinda og slysa, styðja við endurhæfingu og forvarnir af ýmsum toga.
Dæmi um styrki
Dagpeningar vegna ólaunaðra veikinda eða slysa, fæðingastyrkur, styrkir vegna veikinda barna eða maka, líkamsræktarstyrkur, heyrnatæki, meðferð hjá sálfræðingi, sjúkraþjálfurum og fleiri löggiltum starfsstéttum, krabbameinsleit, tæknifrjóvgun, meðferð vegna óvæntra starfsloka eða áfalls í starfi, útfarastyrkur o.fl.
Hvernig er sótt um styrki?
Sjóður | Fyrir hverja? |
Umsóknir |
---|---|---|
Styrktarsjóður BHM |
Opinberir starfmenn (ríki og sveitarfélög) |
Styrkumsókn |
Sjúkrasjóður BHM |
Félagsmenn á almennum vinnumarkaði |
Styrkumsókn |
Sjúkrasjóður BHM er eingöngu fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Opinberir starfsmenn eiga aðild að Styrktarsjóði BHM. Réttur til úthlutunar er háður því að greitt hafi verið til sjóðsins samtals í 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellt áður en tekjutap verður eða útgjöld sem veita rétt til styrks áttu sér stað.
Upphæðir styrkja
Á vefsvæði Styrktarsjóðs BHM og Sjúkrasjóðs BHM má finna upplýsingar um hverskonar styrkir eru í boði og styrkupphæðir. Báðir sjóðirnir veita sjóðsfélögum fjárhagsaðstoð vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu vegna veikinda og slysa, styðja við endurhæfingu og forvarnir af ýmsum toga. Útfærslur á styrkjum og upphæðir styrkja geta þó verið mismunandi eftir um hvorn sjóðinn er að ræða.
Hverjir eiga rétt á úthlutun?
Réttur sjóðfélaga til úthlutunar úr sjóðunum er háður því að greitt hafi verið styrktarsjóðsframlag vegna umsækjenda í samtals 6 mánuði, þar af 3 mánuði samfellt áður en tekjutap eða útgjöld, sem veita rétt til styrks úr sjóðnum, áttu sér stað. Sjúkrasjóður er eingöngu fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði. Opinberir starfsmenn eiga aðild að Styrktarsjóði BHM.