Næsta skref starfsmats hjá Reykjavíkurborg
Á fundi Starfsmatsnefndar Reykjavíkur þann 11. mars síðastliðinn var mat á starfinu USK.2674.deildarstjóri samþykkt.
Starfinu var áður bráðabirgðaraðað með heildarstig: 747 í launaflokk: 297
Hægt er að sækja upplýsingar um launin fyrir launaflokkinn í launatöflu FÍN fyrir Reykjavíkurborg sem er aðgengileg hér á vef félagsins.
Innleiðing starfsmats er í samræmi við kjarasamning FÍN og Reykjavíkurborgar. Nú hafa verið metin störf á Umhverfis- og skipulagssviði en næsta skref er innleiðing starfsmats á Menningar- og íþróttasviði ásamt Velferðarsviði. FÍN mun birta félagsfólki upplýsingar um innleiðinguna þegar hún liggur fyrir. Við hvetjum félagsfólk til að hafa samband við skrifstofu FÍN ef spurningar vakna um innleiðingu starfsmats.