í aðdraganda kjarasamninga

Kjarasamningar eru miðlægir samningar

Dropi: Brynja HrafnkelsdóttirFélagið vinnur markvisst þegar miðlægir kjarasamningar fara í hönd.  

Formaður félagsins hittir félagsmenn FÍN á vinnustaðfundum.  Trúnaðarmenn og stjórn félagsins hittast á starfsdögum trúnaðarmanna og á kjararáðstefnum félagsins. Stjórn FÍN tekur þátt í kjararáðstefnu Bandalags háskólamanna (BHM). Stjórn FÍN er samninganefnd félagsins og samþykkir kröfugerð félagsins.  

Formaður gengur frá viðræðuáætlunum við viðsemjendur okkar í umboði stjórnar.  

 Vinnustaðafundir

Formaður FÍN fer á hverju hausti í svokallaða vinnustaðafundi og heimsækir vinnustaði út um allt land og á höfuðborgarsvæðinu þar sem fleiri en 5 félagsmenn FÍN starfa.  Á vinnustaðafundum fer hann í gegnum kjaramál og réttindi félagsmanna og fer yfir kröfugerðir félagsins. Á þessum fundum á  sér stað samtal formanns og félagmanna sem kemur sér vel við undirbúning kröfugerðar félagsins.   Allir vinnustaðafundirnir eru undirbúnir í samvinnu við trúnaðarmenn og aðra tengiliði okkar.   Allar vinnustaðafundir eru auglýstir á Facebook síðu félagsins og einnig er sendur tölvupóstur til trúnaðarmanna, tengiliða og félagsmanna nálægt viðkomandi fundarstað.

Starfsdagar trúnaðarmanna

Starfsdagar trúnaðramanna eru haldnir tvisvar á hverju ári, yfirleitt í mars og október.  Þar koma saman trúnaðarmenn og stjórnarmenn félagsins.  Á starfsdögum trúnaðarmanna er farið yfir þau atriði sem eru efst á baugi hverju sinni.  

Kjararáðstefna FÍN

Stjórn félagsins stendur fyrir kjararáðstefnu FÍN í aðdraganda kjarasamninga.  Á kjararáðstefnu félagsins koma saman trúnaðarmenn félagsins og stjórn félagsins.  Á kjararáðstefnu félagsins eru mótuð fyrstu drög kröfugerð félagsins í komandi kjarasamningum.


Viðræðuáætlanir

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 skulu stéttarfélög og viðsemjendur hafa gengið frá viðræðuáætlunum sín á milli eigi síðar en 10 vikum áður en gildandi kjarasamningur rennur út.