21 ágú. 2025

Umsögn FÍN varðandi sameiningu starfsemi Skipulagsstofnunar og HMS

Eitt af meginhlutverkum FÍN er að gæta hagsmuna félagsfólk í réttindamálum. FÍN hefur einsett sér að veita umsagnir um mál sem snerta félagsfólk og hafa áhrif á störf þess.

Félagsfólk FÍN starfar á fjölbreyttum starfsvettvangi m.a. fyrir Skipulagsstofnun og HMS, auk ótilgreindra annarra vinnuveitenda sem hafa bein sem og óbein tengsl við þær stofnanir og verkefni sem þar er sinnt. Hafa því fyrirhuguð lög um sameiningu umræddra stofnana bæði bein sem og óbein áhrif á félagsfólk FÍN.

FÍN hefur því sent um umsögn vegna áforms um frumvarp til laga vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, sbr. mál S-120/2025, og má lesa umsögnina í heild hér að neðan.

Umsögn FÍN um fyrirhugaða sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (PDF-skjal)