Óskað eftir umsóknum um styrki í Vinnuverndarsjóð
Vinnueftirlitið óskar eftir umsóknum um styrki í Vinnuverndarsjóð. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði.
Vinnuverndarsjóður er samstarfsverkefni félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og Vinnueftirlitsins. Honum er ætlað að styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði. Fyrstu styrkir úr sjóðnum voru veittir árið 2024.
Frestur til að skila inn umsóknum í sjóðinn er til fimmtudagsins 27. mars næstkomandi. Stefnt er að úthlutun styrkja í apríl 2025.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér nánar reglur um úthlutun styrkja úr Vinnuverndarsjóði en við mat á umsóknum verður einkum litið til verkefna og rannsókna er varða tengsl einstakra sjúkdóma og vinnutengdra einkenna við vinnuumhverfi.
Hægt er að lesa nánar um styrkhæfi og sækja um í sjóðinn á vefsíðu Vinnueftirlitsins