Kjaraviðræður - Fundur með félagsmönnum - Sumarleyfi starfsfólks - Skert þjónusta í júlí!
Vegna sumarleyfa hjá félaginu þá erum við með lágmarksmönnun í júlí og fram til 5. ágúst.
Bakvakt verður þessa daga sem felur í sér að fylgst verður með tölvupóstum sem berast á netfangið fin@fin.is og áríðandi tölvupóstum svarað.
Öllum tölvupóstum sem berast okkur verður svarað dagana 6. til 12. ágúst.
Félagsfólk sem þarf að ná í okkur í júlí er vinsamlegast beðið um að hafa samband við okkur um netfangið fin@fin.is og í algjörum neyðartilvikum er hægt að senda SMS skilaboð í símanúmer formanns í síma 864-9616.
Bandalag háskólamanna (BHM) lokar síðustu tvær vikurnar í júlí, en verður með bakvakt.
Öllum kjaraviðræðum félagsins hefur verið frestað fram í ágúst vegna sumarleyfa beggja megin borðs.
Þann 19. ágúst mun félagið boða til fundar með félagsfólki þar sem farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna.
Hafið það gott í sumar!