19 des. 2024

Kjarasamningur undirritaður við ríkið!

FÍN hefur gengið frá undirritun kjarasamnings við ríkið sem mun taka gildi 1. apríl 2024 og gilda til 31. mars 2028. Um er að ræða kjarasamning sem er í takt við þá samninga sem stéttarfélög bæði á almennum sem og opinberum vinnumarkaði hafa samið.

Ákveðnar breytingar felast í samningnum auk hinna hefðbundnu launahækkana og hækkun á persónuuppbótum.

Það er ánægjulegt að tekist hafi verið að ná að ljúka samningi fyrir hátíðirnar. FÍN mun halda kynningarfund á Teams föstudaginn 20. desember kl: 13:00. Sá fundur verður tekinn upp og verður aðgengilegur félagsfólki í því formi. Kjarasamningurinn verður aðgengilegur félagsfólki eftir kynningarfundinn 20. desember ásamt hlekk á upptöku af kynningarfundinum. Öllu félagsfólki verður sendur hlekkur á fundinn, ef einhverjum berst ekki hlekkur skal senda póst á fin(hja)fin.is

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn mun hefjast kl: 11:00 föstudaginn 20. desember og ljúka 12:00 mánudaginn 30. desember.

Við óskum félagsfólki gleðilegrar hátíðar.

Hér er hlekkur á Teams fund á morgun kl: 13:00.