Auglýsingaskylda

  • Sveppur: Brynja Hrafnkelsdóttir
    Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

Hér er gert grein fyrir auglýsingaskyldu hjá ríki, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum.

Engin auglýsingaskylda hvílir á atvinnurekendum á almennum vinnumarkaði um lausar stöður eða störf.




 

Ákvæði um auglýsingaskyldu

Auglýsingar á störfum hjá ríki

Meginreglan er að auglýsa skuli öll laus störf hjá ríkinu, bæði embætti og önnur störf. Umsóknarfrestur um auglýst störf skal a.m.k. vera 2 vikur frá birtingu auglýsingar. Fullnægjandi birting auglýsingar getur verið með tvennum hætti.

  1. Annars vegar með því að birta auglýsingu á vefnum starfatorg.is ásamt tilvísun til hennar í yfirlitsauglýsingu sem birt er í dagblaði sem gefið er út á landsvísu.
  2. Hins vegar með því að birta auglýsingu í dagblaði sem gefið er út á landsvísu.

Störf sem eru undanþegin auglýsingaskyldu eru störf sem eru til skemmri tíma en 2 mánaða, störf sem eru vegna afleysinga innan við 12 mánuði eða störf sem auglýst hafa verið innan síðustu sex mánaða og í þeirri auglýsingu hafi þess verið getið að umsóknin geti gilt í sex mánuði. Ekki er skylt að auglýsa starf laust til umsóknar þegar starfi tiltekins starfsmanns er breytt t.d. í tilefni af nýju skipulagi.

Auglýsingar á störfum hjá Reykjavíkurborg

Það er skylda stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar að auglýsa öll laus störf laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Skal það gert með 14 daga fyrirvara að jafnaði.

Þó er ekki skylt að auglýsa afleysingastörf vegna fæðingarorlofs eða veikinda eða störf þar sem ráðning skal standa í 12 mánuði eða skemur, tímavinnustörf, störf nema eða störf unglinga í vinnuskóla. Ef borgaryfirvöld líta svo á að ráða skuli í stöðu með uppfærslu innan starfsgreinarinnar eða frá hliðstæðum starfsgreinum skal staðan auglýst á þeim vettvangi einum.

Auglýsingar á störfum hjá öðrum sveitarfélögum

Að jafnaði skulu störf hjá starfsmönnum sveitarfélaga auglýst til umsóknar á opinberum vettvangi en um auglýsingaskyldu fer að lögum. Einstök sveitarfélög hafa mörg hver sett sér skýrari reglur hvað varðar auglýsingar starfa.

Ítarefni

Ákvæði um auglýsingaskyldu samkvæmt lögum og reglum