Atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings FÍN og Reykjavíkurborgar!
Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamnings Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Reykjavíkurborgar hefst í dag. Félagsfólk kýs með því að opna þennan hlekk: http://www.bhm.is/kosning
Atkvæðagreiðslan hefst kl 12:00 þann 25. apríl og lýkur kl. 10.00 þann 26. apríl.
Athugið að til að kjósa þarf viðkomandi að hafa aðgang að rafrænum skilríkjum eða íslandslykli. Félagsfólk hefur einnig fengið upplýsingar um atkvæðagreiðsluna sendar í tölvupósti.
Á kjörskrá er allt félagsfólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg og hefur fulla aðild að félaginu. Þau sem ekki hafa sótt um fulla aðild geta gert það hér, athugið að skila þarf prófgráðu til félagsins til að öðlast fulla aðild: Umsókn um aðild að FÍN | Umsókn um aðild | Félag íslenskra náttúrufræðinga (fin.is)
Ef einhver er í vandræðum með að kjósa eða hefur ekki fengið tölvupóst frá félaginu er sá hinn sami beðinn um að hafa samband á fin(hja)bhm.is.