24 maí 2023

Afmælisráðstefna VIRK

15 ára afmælisráðstefna VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs verður haldin í Hörpu miðvikudaginn 31. maí.

Á ráðstefnunni verður áhersla verður lögð á að auðvelda endurkomu einstaklinga inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys og hvað fyrirtæki og stofnanir geti gert til þess að auðvelda það ferli.

Ráðstefnan er öllum opin og fer að hluta fram á ensku. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna hér.