6 jún. 2023

Kjarasamningur undirritaður við Samband íslenskra sveitarfélaga!

FÍN hefur gengið frá undirritun kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga sem mun taka gildi 1. apríl 2023 og gilda í 12 mánuði, eða til 31. mars 2024. Um er að ræða skammtímasamning ásamt verkáætlun sem unnin verður á samningstímabilinu. Ramminn að launahækkunum kjarasamningsins var unninn á borði heildarbandalaga á opinbera markaðinum og ánægjulegt var að geta lokið við gerð rammans áður en fyrri samningar runnu út.

Einungis var samið um launalið, desember- og orlofsuppbót en aðrir liðir verða ræddir á samningstímabilinu. FÍN mun halda kynningarfund á morgun kl. 13:00 og verður hann á TEAMS.

Fyrirkomulag atkvæðagreiðslu verður kynnt á morgun.

Félagsfólki hefur verið sendur kjarasamningur og fundarboð í tölvupósti, ef einhver hefur ekki fengið póst er viðkomandi beðinn um að hafa samband á fin(hja)bhm.is

Við hvetjum sem flest til að mæta á fundinn á morgun kl. 13:00