Fundur um stöðu kjaraviðræðna
Þann 19. ágúst næstkomandi verður haldinn fundur um stöðu kjarasamninga á
opinberum markaði.
Maríanna H. Helgadóttir formaður FÍN mun fara yfir stöðu kjaraviðræðna ásamt því að fara yfir áherslur félagsins.
Félag íslenskra náttúrufræðinga semur á opinberum markaði við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Allt félagsfólk sem starfar á opinberum markaði hefur fengið tölvupóst með hlekki á fundinn, ef einhver hefur ekki fengið póst er viðkomandi beðinn að senda póst á fin@fin.is