Kjarasamningur FÍN og SFV samþykktur
Niðurstöður liggja fyrir úr atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) sem gildir frá 1. apríl 2024 og til og 31. mars 2028.
Kosningaþátttaka var 85,71% og var samningurinn samþykktur með rúmlega 83% greiddra atkvæða.
Í samræmi við ofangreindar niðurstöður tilkynnist hér með að kjarasamningur FÍN og SFV er samþykktur.