Fréttir og tilkynningar

22 okt. 2020 : Hefur þú kynnt þér hver ávinningur af styttingu vinnuvikunnar verður?

Hér er fróðlegt myndband um ávinninginn, einnig er hægt að bóka vinnustaðafund um styttingu vinnuvikunnar með formanni FÍN á fin@bhm.is  https://youtu.be/9DKzdSOFndM

21 okt. 2020 : Um hugarfar og nýsköpun í breytingum á vinnutíma

Hér er fróðlegt myndband um hugarfar og nýsköpun í breytingum á vinnutíma. Við minnum á að hægt er að bóka vinnustaðfund og fá kynningu á styttingu vinnuvikunnar á fin@bhm.is  https://youtu.be/HK_MiMlt6XM

FréttasafnFréttir af BHM

22.10.2020 Nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM

Næstkomandi mánudag, 26. október, verður opnaður nýr þjónustuvefur Orlofssjóðs BHM sem leysa mun núverandi bókunarvef af hólmi. Nýi vefurinn er aðgengilegri og notendavænni en sá gamli og felur í sér bætta þjónustu við sjóðfélaga. Vinsamlegast athugið að núverandi bókunarvefur (bhm.fritimi.is) mun liggja niðri frá kl. 12:00 föstudaginn 23. október. 

21.10.2020 Ákveðið hefur verið að loka öllum orlofshúsum OBHM tímabundið

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að loka öllum orlofshúsum sjóðsins frá og með fimmtudeginum 22. október til og með mánudeginum 26. október vegna COVID-19 faraldursins.