Fréttir og tilkynningar

8 jún. 2021 : Stofnanasamningur undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Skógræktarfélags Íslands. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. apríl 2019, sbr. þó taka menntunarákvæði gildi 1. júní 2016 samkvæmt bókun þess efnis. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið

2 jún. 2021 : Vegna lækkaðra félagsgjalda

Frá og með 1. apríl sl. lækkaði félagsgjald FÍN úr 0,7% af heildarlaunum niður í 0,65% af heildarlaunum, en ákvörðun þess efnis var tekin á aðalfundi félagsins 25. mars sl.

Við beinum því til félagsmanna að athuga launaseðla vel og ganga úr skugga um að rétt félagsgjald sé dregið af þeim. Hafi rangt gjald verið dregið af félagsmanni þarf launagreiðandi að leiðrétta það með næstu launum.

FréttasafnFréttir af BHM

15.6.2021 Prestar samþykktu nýjan kjarasamning við Þjóðkirkjuna

Nýr kjarasamningur Prestafélags Íslands (PÍ) og Þjóðkirkjunnar var samþykktur í rafrænni atkvæðagreiðslu sem fram fór meðal félagsmanna á tímabillinu 8. til 11. júní sl.

11.6.2021 Skilaði orlofsuppbótin sér um mánaðamótin?

Orlofsuppbótin er föst krónutala, sérstök eingreiðsla, sem er greidd í samræmi við starfshlutfall og starfstíma einstaklings á árinu.