Fréttir og tilkynningar

31 júl. 2020 : Skrifstofan opnar 10. ágúst en verður áfram lokuð fyrir almennar heimsóknir til 13. ágúst a.m.k.

Félag íslenskra náttúrufræðinga fylgir sömu takmörkunum og BHM hvað varðar aðgerðir vegna COVID-19. Skrifstofa félagsins opnar 10. ágúst en lokað verður fyrir almennar heimsóknir á skrifstofuna til a.m.k. 13. ágúst. Hægt verður að ná símasambandi við félagið á opnunartíma sem er milli 15:00 og 16:00 alla virka daga nema föstudaga. Öllum tölvupóstum sem berast félaginu á netfangið fin@bhm.is verður svarað eins fljótt og kostur er og innan tveggja virkra daga. Nauðsynlegir fundir fara fram í gegnum fjarfundarbúnað.

Sjá nánar frétt BHM.

23 júl. 2020 : Tímabundið starf á sýkla- og veirufræðideild Landspítala vegna skimunar ferðamanna

Að beiðni Landspítalans komum við þessari auglýsingu á framfæri um tímabundið starf á sýkla- og veirufræðideild Landspítala vegna skimunar ferðamanna, sjá nánar!

FréttasafnFréttir af BHM

31.7.2020 Þjónustuver BHM lokað fyrir almennar heimsóknir – erindum svarað í gegnum síma, tölvupóst og netspjall

Vegna hertra COVID-19 sóttvarnaraðgerða verður Þjónustuver BHM lokað fyrir almennar heimsóknir til og með fimmtudagsins 13. ágúst. Það mun því ekki opna að fullu eftir verslunarmannahelgina eins og til stóð. Please find information in English below.

22.7.2020 BHM mótmælir því að ríkisstarfsmenn sem snúa heim að utan fái ekki greidd laun í sóttkví

BHM hefur sent Kjara- og mannauðssýslu ríkisins (KMR) bréf þar sem því er mótmælt að ríkisstarfsmenn sem þurfa að sæta fimm daga sóttkví (heimkomusmitgát) eftir að hafa verið í fríi erlendis fái ekki greidd laun fyrir þá daga sem sóttkvíin varir. Bandalagið telur að þetta fari í bága við lög og kjarasamninga.