Fréttir og tilkynningar

1 des. 2020 : Stofnanasamningur undirritaður

Þann 30. nóvember var undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og Landgræðslunnar. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. janúar 2020, sbr. þó taka menntunarákvæði gildi 1. júní 2016 samkvæmt bókun þess efnis. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

1 des. 2020 : Tvískipt yfirvinna tekur gildi 1. janúar 2021

Í síðustu kjarasamningum var samið um tvískipta yfirvinnu í annars vegar yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Tekin hefur verið ákvörðun um að samræma útfærslu tvískiptrar yfirvinnu á samningstímanum. Eftirfarandi ákvæði gilda um yfirvinnu 1 og 2: 


Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. 

Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum.

Tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum. 


Greiðsla fyrir yfirvinnu skal vera með eftirtöldum hætti:
Yfirvinna 1Kl. 08.00 - 17.00 mánudaga – föstudaga.
Yfirvinna 2Kl. 17.00 - 08.00 mánudaga – föstudaga.
Yfirvinna 2Kl. 00.00 - 24.00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga.
Tímakaup yfirvinnu 2 greiðist jafnframt fyrir vinnu umfram 40 stundir á viku (173,33 stundir miðað við meðalmánuð).

Þá hefur sömuleiðis verið ákveðið að föst yfirvinna sem er merkt sem slík í launakerfinu verði greidd sem yfirvinna 2 (1,0385%).


Hafir þú einhverjar spurningar um hver áhrif tvískiptrar yfirvinnu verða á þitt starf getur þú haft samband á fin@bhm.is 

FréttasafnFréttir af BHM

1.12.2020 Gildistími gistimiða framlengdur

Til þess að koma til móts við þá sjóðfélaga Orlofssjóðs BHM sem keyptu gistimiða frá Keahótelum sl. sumar og gátu ekki nýtt þá hafa Keahótel ákveðið að framlengja gildistíma miðanna.

1.12.2020 Óljóst hvort opinberir greiningaraðilar uppfylli kröfur um hlutlægni

BHM styður tillögu um umbætur í hagrannsóknum hér á landi en tekur ekki afstöðu til þess hvort tilefni er til að setja á fót sérstaka ríkisstofnun til að sinna slíkum rannsóknum og ráðgjöf við stjórnvöld. Þetta kemur fram í umsögn BHM um frumvarp til laga um „Þjóðhagsstofnun“ sem sjö þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi.