Fréttir og tilkynningar

16 júl. 2021 : Skrifstofa lokuð

Skrifstofa FÍN er lokuð til 3. ágúst vegna sumarleyfa. 

Fyrir brýn erindi er hægt að hafa samband á fin@bhm.is.

The office of FÍN is closed until the 3rd of August.

For urgent matter please contact fin@bhm.is.

2 júl. 2021 : Uppfærður kjarasamningur SA og FÍN

Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og SA hefur verið uppfærður í heildstæðan kjarasamning sem er hægt að nálgast hér. Breytingarnar sem gerðar eru á samningnum eru þær að stytting vinnuvikunnar sem tók gildi 1. mars sl. og var gengið frá með sérstöku samkomulagi þann 7. janúar sl. hefur verið sett inn í heildstæðan kjarasamning. 

Sjá nánar

FréttasafnFréttir af BHM

15.7.2021 Dómur EFTA-dómstólsins hefur fordæmisgildi fyrir alla ríkisstarfsmenn

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu í máli starfsmanns Samgöngustofu gegn íslenska ríkinu að sá tími sem fer í ferðalög starfsmannsins vegna vinnu hans utan hefðbundins vinnutíma teljist „vinnutími“ í skilningi vinnutímatilskipunar ESB. Að mati BHM hefur niðurstaðan fordæmisgildi fyrir alla ríkisstarfsmenn sem þurfa að ferðast til útlanda vegna vinnu sinnar.

13.7.2021 Sumarlokun þjónustuvers og skrifstofu BHM

Skrifstofa og þjónustuver BHM verða lokuð frá og með mánudeginum 19. júlí til föstudagsins 30. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna. Skrifstofan og þjónustuverið opna aftur þriðjudaginn 3. ágúst kl. 9:00.