Fréttir og tilkynningar

24 sep. 2020 : Skrifstofa FÍN er enn lokuð fyrir heimsóknir!

Skrifstofa FÍN verður lokuð í dag fyrir heimsóknir, starfsfólk vinnur áfram heima. Vinsamlegast sendið skilaboð á netfangið fin@bhm.is ef þið viljið að við hringjum eða bókum fjarfund með ykkur. Stöðumat verður tekið á mánudagsmorguninn og tilkynnt um framhaldið.

23 sep. 2020 : Breyting á gildistíma yfirvinnu 1 og 2 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg

Samband íslenskra sveitarfélaga:

Samkomulag hefur verið gert milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra náttúrufræðinga um að gildistími yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2 taki gildi á sama tíma og stytting vinnuvikunnar tekur gildi. Sjá nánar.

Reykjavíkurborg:

Einnig hefur borist tilkynning frá formanni samninganefndar Reykjavíkurborgar um seinkun á gildistíma yfirvinnuálag sem taka átti gildi þann 1. október nk. Samkvæmt þeim tölvupósti hefur verið tekin ákvörðun um að fresta þeim breytingum til 1. janúar 2021 eða þess gildistíma sem nær til styttingu vinnutíma dagvinnufólks.


Fréttasafn