Fréttir og tilkynningar

30 nóv. 2021 : Desemberuppbót

Við hvetjum félagsmenn okkar til að skoða launaseðla sína um næstu mánaðarmót.

Desemberuppbót árið 2021 hjá okkar helstu samningsaðilum er sem hér segir:

  • Ríki – 96.000 kr
  • Reykjavíkurborg – 106.100 kr.
  • Sveitarfélög – 121.700 kr.
  • Almennur markaður – 96.000 kr.

23 nóv. 2021 : Stofnanasamningur undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Landmælinga Íslands. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. september 2021. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

FréttasafnFréttir af BHM

24.11.2021 Sex ný sumarhús í Brekkuskógi

Orlofssjóður BHM hefur fengið afhent þrjú ný sumarhús í Brekkuskógi sem fara í leigu á næstu dögum. Þrjú samskonar hús til viðbótar eru í byggingu og verða afhent í ársbyrjun 2022.