Fréttir og tilkynningar

28 sep. 2020 : Skrifstofa FÍN er opin fyrir heimsóknir - Sýnið aðgát!

Skrifstofa FÍN er opin fyrir almennar heimsóknir en við biðjum félagsmenn sem mæta á skrifstofu félagsins að sýna aðgát og passa upp á fjarlægðarmörk og einstaklingssmitvarnir. Flest erindi er hægt að sinna í gegnum tölvupóst, fjarfund/fjarviðtal eða síma, svo við mælum með því og hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur í gegnum netfangið fin@bhm.is. Við bendum á skilaboð BHM um leiðir til að verja sig og aðra gegn smitið, sjá vefslóð.

28 sep. 2020 : Stofnanasamningur undirritaður

Þann 23. september var undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og SVS. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. janúar 2020, sbr. þó taka menntunarákvæði gildi 1. júní 2016 samkvæmt bókun þess efnis. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

FréttasafnFréttir af BHM

1.10.2020 „Við þurfum að vera virk í opinberri umræðu og taka þátt í móta hugmyndirnar til þess að umskiptin verði sanngjörn“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, tók þátt í málstofu um sanngjörn umskipti í loftslagsmálum