Fréttir og tilkynningar

3 júl. 2020 : Skrifstofan er lokuð og opnar aftur 10. ágúst

Skrifstofa félagsins er lokuð og opnar aftur 10. ágúst 2020. Tölvupóstur félagsins fin@bhm.is verður þó vaktaður og erindum svarað eins fljótt og kostur er og almenna reglan er að viðbrögð komi frá okkur innan tveggja virkra daga.

3 júl. 2020 : Atkvæðagreiðsla um kjarasamning FÍN og Reykjavíkurborgar

Atkvæðagreiðsla um kjarasamningi FÍN og Reykjavíkurborgar, sem undirritaður var 25. júní sl., fór fram dagana 30. júní til 3. júlí 2020.

Á kjörskrá voru 67 og greiddu 35 atkvæði um samninginn. Kosningaþátttaka var því 52,239%.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já sögðu 31 eða 88,57%

Nei sögðu 4 eða 11,43%

Enginn skilaði auðu.

Kjarasamningur FÍN og Reykjavíkurborgar skoðast því samþykktur.

FréttasafnFréttir af BHM

7.7.2020 Yfirlýsing frá fjórum félögum heilbrigðisstétta innan BHM

FÍ, IÞÍ, SÍ og ÞÍ sendu frá sér yfirlýsingu vegna frumvarps til breytinga á lögum um ávana- og fíkniefni