Fréttir og tilkynningar
Minnum á skráningu á aðalfund FÍN 30. mars nk.
Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig á aðalfund FÍN sem haldinn verður þann 30. mars 2023 kl. 17:30 að Borgartúni 6, 4. hæð.
1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári - Sjá nánar í aðalfundarboði
2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess - Sjá nánar í aðalfundarboði
3. Tillögur um lagabreytingar - Sjá nánar í aðalfundarboði
4. Ákvörðun um félagsgjöld - Engin tillaga um breytingu á félagsgjöldum
5. Stjórnarkjör - Sjálfkjörið
6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs - Sjálfkjörið
7. Kosning siðanefndar - Sjálfkjörið
8. Önnur mál
Aðalfundarboð hefur verið sent ásamt fundargögnum á netföng félagsmanna ásamt link þar sem óskað er eftir að félagsmenn skrái mætingu á fundinn svo auðveldara sé að áætla veitingar, en léttar veitingar verða í boði.
Áríðandi! - Breyting á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM
Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingu á úthlutunarreglum sjóðsins sem taka gildi frá og með 1. apríl 2023.
Líkt og áður hefur verið rakið voru útgjöld sjóðsins og ásókn í sjúkradagpeninga síðastliðið ár langt umfram svartsýnustu spár. Af þeim sökum ákvað stjórn að frá og með 1. maí 2022 yrðu sjúkradagpeningar ekki greiddir lengur en í 6 mánuði í stað 8 áður. Frá 15. nóvember 2022 var svo stigið annað skref til að rétta frekar úr halla sjóðsins og sjúkradagpeningar þaðan af greiddir að hámarki í fjóra mánuði í stað sex mánaða.
Þó jákvæðra áhrifa þessa breytinga á fjárhagsstöðu sjóðsins sé farið að gæta er ljóst að þær munu ekki duga til að rétta við hallarekstur sjóðsins. Stjórn hefur farið rækilega yfir þær leiðir sem eru færar, með skyldur sjóðsins samkvæmt skipulagsskrá að leiðarljósi og þau útgjöld sem hver styrkflokkur sjóðsins felur í sér.
Er það því ákvörðun stjórnar að fella niður styrk vegna gleraugnakaupa og augnaðgerða, sem og styrk vegna tannviðgerða. Þá lækkar upphæð fæðingarstyrks í 175.000 kr. úr 200.000 kr.
Þessar breytingar mæta þeirri þörf sem fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir.
Allar umsóknir sem berast frá og með 1. apríl munu því taka mið af þeim reglum sem þessar breytingar fela í sér.
Sé barn fætt fyrir 1. apríl 2023 þarf umsókn um fæðingarstyrk að berast fyrir 1. apríl svo fæðingarstyrkur verði 200.000 kr.