Fréttir og tilkynningar
Fjölbreytt fræðsla í boði
Við minnum á fjölda námskeiða sem eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu inni á bhm.is.
Dæmi um námskeið:
- LEAN námskeið
- PowerPoint í hnotskurn
- Microsoft To Do
- Planner í hnotskurn
- Workplace hjá Facebook
Vegna aðalfundar
Í dag fer fram aðalfundur Félags íslenskra náttúrufræðinga, fundurinn er á ZOOM. Allir skráðir þátttakendur eiga að hafa fengið sendan hlekk frá ZOOM. Hafi einhver ekki fengið hlekk eða lendir í tæknilegum erfiðleikum við að ná inn á fundinn er bent á að hafa samband á fin@bhm.is eða hringja í síma 595-5175.
Fréttir af BHM
Afkoma hins opinbera verði ekki bætt með auknum skattaálögum á háskólamenntaða
BHM varar við því að tekjuskattur á háskólamenntaða verði hækkaður við útfærslu afkomubætandi ráðstafana í opinberum fjármálum á næstu árum, enda myndi það draga úr hvata fyrir fólk til að sækja sér háskólamenntun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn bandalagsins um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2022–2026.
Nýr formaður KVH kjörinn á aðalfundi félagsins
Stefán Þór Björnsson var kjörinn nýr formaður Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í síðustu viku.