Fréttir og tilkynningar

17 maí 2024 : Hæstiréttur Íslands staðfestir að ferðartími telst til vinnutíma

Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ávallt haldið því fram að ferðatími, þ.e. sá tími sem fer í ferðir á vegum vinnuveitanda, teljist til vinnutíma og ef sá ferðartími fari umfram hefðbundinn dagvinnutíma viðkomandi þá gildi m.a. ákvæði um yfirvinnu og frítökurétt eins og með hvert annað vinnuframlag utan hefðbundins dagvinnutíma. 

Með dómi Hæstaréttar hefur túlkun FÍN verið staðfest og að hluta gengið lengra en félagið hefur haldið fram. 

Í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar þá getur verið mikilvægt fyrir félagsfólk FÍN, sem sinnir eða hefur sinnt vinnuframlagi sínu utan starfsstöðvar, að skoða hvort sá ferðatími sem slíkt kallar á hafi verið talinn með vinnutíma eður ei. Getur því félagsfólk FÍN átt kröfu á sinn vinnuveitanda hafi slíkt ekki verið gert. 

Hvetjum við því félagsfólk okkar að skoða sín tilvik í ljósi dómsins og eftir atvikum gera kröfu á hendur vinnuveitanda og/eða leita til félagsins þessu tengdu.

FÍN vinnu nú að ítarlegri greiningu og upplýsingum er varðar ferðatíma og má vænta að slíkt verði birt félagsfólki von bráðar.

Sjá nánar

6 maí 2024 : Ársfundur LSR 2024

Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir skýrslu stjórnar LSR, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt og fjárfestingarstefnu, auk þess sem kynning verður á samþykktarbreytingum.

Fundurinn verður sendur út rafrænt hér á lsr.is og verður útsendingin kynnt síðar.

Ársreikninga LSR fyrir árið 2023 og upplýsingar um starfsemi á árinu má finna í nýlegri frétt hér á lsr.is.

FréttasafnFréttir af BHM