Fréttir og tilkynningar

3 apr. 2020 : Undirritun kjarasamnings FÍN við ríkið

Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM* gengu í dag frá undirritun nýs kjarasamnings við ríkið þar með talið FÍN. Gildistími nýs samnings er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndir ellefu aðildarfélaga BHM stóðu frammi fyrir því að taka afstöðu til tilboðs Samninganefndar ríkisins. Í ljósi fordæmalausrar stöðu í samfélaginu var ákveðið að bera samninginn undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu. Sjá frétt á vefsíðu BHM.

Efni samningsins verður kynnt félagsmönnum á næstu dögum en allir félagsmenn FÍN sem eru með starfa hjá ríkinu og eru með skráð netfang hjá félaginu munu fá tölvupóst um helgina með upplýsingum um samninginn og um þá kynningarfundi sem haldnir verða í næstu viku. 

Atkvæðagreiðslu lýkur eigi síðar en 17. apríl næstkomandi. 

Ef félagsmenn hafa ekki fengið tölvupóst að morgni mánudags þá vantar okkur rétt netfang og við biðjum ykkur þá vinsamlegast um að senda okkur upplýsingar um rétt netfang í gegnum fin@bhm.is .

Sjá nánar

29 mar. 2020 : Viðburðir í streymi á vegum BHM!

Við minnum félagsmenn á að fylgjast með námskeiðum og erindum sem BHM heldur úti á streymi og allir viðburðir eru aðgengilegir á vefsíðu BHM og í gegnum link FÍN hér fyrir neðan. 

Næstu námskeið/viðburðir í streymi verða:

  •  31. mars, "Námskeið í Teams"
  • 1. apríl, "Foreldrið á heimaskrifstofunni? Er hægt að sinna og vinna?" 
  • 2. apríl, "Fjölskyldujóga með Álfrúnu Örnólfs" 

Hvetjum alla félagsmenn til að fylgjast með og brjóta upp daginn og taka þátt í þessum viðburðum eða að streyma þeim þegar ykkur hentar en streymið er aðgengilegt í tvo daga.

FréttasafnFréttir af BHM

8.4.2020 Er stuttur þráðurinn?

Anna Lóa hjá Virk gefur góð ráð á álagstímum í streymi hjá BHM.

6.4.2020 Ákveðið að loka öllum orlofshúsum OBHM yfir páskana

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að loka öllum orlofshúsum sjóðsins yfir páskana vegna COVID-19 faraldursins.