Fréttir og tilkynningar

19 maí 2020 : Ríkið hefur stefnt félaginu fyrir Félagsdóm

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur stefnt félaginu fyrir Félagsdóm vegna ágreinings um niðurstöðu um atkvæðagreiðslu um samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi FÍN og ríkisins og mun málflutningur fara fram í Félagsdómi þann 25. maí nk. 

4 maí 2020 : Ágreiningur um atkvæðagreiðslu - Svar FÍN 29. apríl sl.

Eins og áður hefur komið fram þá barst Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) erindi frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þ.e. formanni samninganefndar ríkisins (SNR) fyrir hönd ríkissjóðs, um að ráðuneytið telji að samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi milli FÍN og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hafi verið samþykkt í nýliðinni atkvæðagreiðslu. Félagið hefur svarað erindi ráðuneytisins með bréfi dagsettu 29. apríl sl. og telur að kjarasamningurinn hafi verið felldur.

Hér má sjá bréf Fjármálaráðuneytisins og svarbréf félagsins.

FréttasafnFréttir af BHM

25.5.2020 Aðalfundur Iðjuþjálfafélags Íslands fór vel fram

Aðalfundurinn var haldinn 20. maí með rafrænum hætti

22.5.2020 Gistimiðar á þriggja stjörnu hótel Íslandshótela (Fosshótel)

Tilkynning frá Orlofssjóði BHM