Fréttir og tilkynningar

23 jún. 2022 : Stofnanasamningur undirritaður

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. maí 2022. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

9 jún. 2022 : Streitustiginn

Streitustiginn er verkfæri hannað af VIRK sem vinnustaðir geta notað til að búa sér til sameiginlegt orðfæri um álag og streitu á vinnustaðnum og getur hann gagnast við að greina hvort streita er til staðar, hversu alvarleg hún er og til að velja leiðir til úrbóta í framhaldinu ef þarf. Stiginn er hentugt tæki til að fá skýra mynd af því hvernig streita þróast og auðveldar okkur að tala um hana. Gagnlegt getur líka verið fyrir hvern og einn að nýta stigann til að átta sig á hvar hann er staddur hverju sinni. Hægt er að kynna sér hann hér.

FréttasafnFréttir af BHM

28.6.2022 Þjónustuskrifstofa FHS hlýtur regbogavottun

Markmiðið með vottuninni er að gera starfsemina hinseginvænni, bæði fyrir starfsfólk og öll sem þiggja þjónustuna.