Fréttir og tilkynningar
Kjarasamningur undirritaður við SFV
FÍN gekk í dag frá undirritun kjarasamnings við SFV (Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu) og verður hann kynntur félagsfólki á fjarfundi á föstudaginn 7. febrúar klukkan 10:30. Slóð á fundinn hefur verið send félagsfólki í tölvupósti.
Kjarasamningurinn verður aðgengilegur félagsfólki eftir kynningarfundinn ásamt öllum viðeigandi fundargögnum. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst strax að loknum fundi og mun félagsfólk fá sendan kosningahlekk en ef einhverjum berst ekki hlekkur skal senda póst á fin(hja)fin.is og óska eftir honum.
Kosningin mun standa til klukkan 11:00 þann 14. febrúar nk.
Við hvetjum allt félagsfólk sem á aðild að þessum samningi og kosningarétt til að mæta á kynningarfundinn og taka þátt í kosningunni.
Ný námskeið fyrir félagsfólk aðildarfélaga BHM

Starfsþróunarsetur háskólamanna, f.h. BHM, og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem fólki í aðildarfélögum BHM býðst að sækja tíu námskeið hjá Endurmenntun HÍ þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi.
Sjá nánar