Fréttir og tilkynningar

30 apr. 2021 : Tilkynning um lækkun félagsgjalda frá 1. apríl 2021!

Frá og með 1. apríl sl. lækkaði félagsgjald af heildarlaunum úr 0,7% af heildarlaunum niður í 0,65% af heildarlaunum, en ákvörðun þess efnis var tekin á aðalfundi félagsins þann 25. mars sl. 

29 apr. 2021 : Sáttamiðlun á vinnustöðum

Félagsmönnum er bent á áhugavert námskeið  í Sáttamiðlun á vinnustöðum, fimmtudaginn 6. maí kl. 9:00-12:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðina sem býr að baki þessari aðferð og hlutverk sáttamiðlara. Kennari er Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

FréttasafnFréttir af BHM

6.5.2021 Réttindi á vinnumarkaði

Örfyrirlestraröð BHM 10.-14. maí kl. 11:00 á Zoom. Örfyrirlestrarnir fjalla um réttindi starfsfólks og skyldur atvinnurekenda á vinnumarkaði

4.5.2021 Mikilvægt að breiðari sátt ríki um framtíð lífeyriskerfisins

BHM telur mikilvægt að breiðari sátt ríki um framtíð lífeyriskerfisins en nú er. Þá telur bandalagið óljóst af hverju stjórnvöld vilja auka flækjustig kerfisins með innleiðingu svokallaðrar tilgreindrar séreignar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn bandalagsins um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæðum um tilgreinda séreign (lágmarkstryggingavernd o.fl.).