Fréttir og tilkynningar

7 sep. 2022 : Fjármál og fjármálalæsi

Námskeið fyrir félagsfólk FÍN, þriðjudaginn 13. sept. kl.11-12 á Teams. 

Verðbólgan er í hæstu hæðum á Íslandi og sjaldan verið mikilvægara að kunna að fara vel með peninga sína og eignir. En hvar á að byrja?

Björn Berg Gunnarsson ætlar að fara yfir þau atriði í heimilisbókhaldinu sem fólk þarf að huga að, ræða fjármálalæsi og hvar er mikilvægast að byrja.

Björn er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, og gaf út bókina Peningar haustið 2021.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg í viku í kjölfarið á lokuðu svæði fyrir félagsfólk á vef BHM.


15 júl. 2022 : Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning RML og FÍN

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. og FÍN liggur fyrir.

Alls kusu 23 af 32 um kjarasamning RML og FÍN og var svarhlutfallið var 71,88%.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var eftirfarandi: Já sögðu 60,87%, Nei sögðu 39,13%.

Samningurinn telst því samþykktur og tekur því gildi afturvirkt frá 1. júlí sl.
Samningurinn verður birtur á heimasíðu félagsins í dag.

 

FréttasafnFréttir af BHM

13.9.2022 Réttur til íslenskunáms á vinnutíma

Að gefnu tilefni vill BHM árétta fyrir félögum aðildarfélaga sinna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum að þau eiga rétt á að sækja sér námskeið á borð við íslenskukennslu á vinnutíma.