Aðalfundur FÍN 2025
Aðalfundur FÍN verður haldinn þann 27. mars 2025, kl. 17:00 að Borgartúni 27, 2. hæð. Fundurinn
verður einnig í fjarfundarformi fyrir þau sem þess óska.
Dagskrá
1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári
2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess
3. Tillögur um lagabreytingar og nýtt nafn félagsins
4. Ákvörðun um félagsgjöld
5. Stjórnarkjör
6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs
7. Kosning siðanefndar
8. Önnur mál
Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á aðalfundinn eigi síðar en á hádegi 25. mars nk. svo hægt sé að áætla magn veitinga og hverjir vilja fá sendan fundarlink á fundinn.
Ef þið lendið í einhverjum vandræðum hafið þá samband við okkur á skrifstofu FÍN um netfangið fin@fin.is eða í síma 595-5175.
Aðalfundarboðið er hér.