Greiningarsjóður háskólafélaganna

Fulltrúar Félags háskólakennara, Félags háskólakennara á Akureyri, FÍN – Félags íslenskra náttúrufræðinga og Félags prófessora
í ríkisháskólum, undirrituðu í gær, fimmtudaginn 4. september, tímamóta samstarfssamning nýjan greiningarsjóð.
Markmið sjóðsins er að vinna greiningar á högum háskólamenntaðra sérfræðinga og akademísks starfsfólks, sem og vinna að greiningum og tölulegum undirstöðuverkefnum í þágu háskólafólks
Samstarfið var innsiglað í gær við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu og þökkum við þeim sem mættu kærlega fyrir komuna.
Það voru formenn félaganna sem skrifuðu undir fyrir hönd félaganna, þau Baldvin M. Zarioh (FH), Hjördís Sigursteinsdóttir (FHA), Sigrún Ólafsdóttir (FPR) og Þorkell Heiðarsson (FÍN). Þá flutti Kolbrún Halldórsson, formaður BHM, ávarp en félögin eru öll undir hatti BHM.