Kjaradeilusjóður FÍN

Tilgangur kjaradeilusjóðs er að styrkja félagsmenn FÍN sem ekki geta stundað vinnu vegna kjaradeilu sem félagið er aðili að.

 Reglur kjaradeilusjóðs FÍN

 1. Sjóðurinn heitir Kjaradeilusjóður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.
 2. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn FÍN sem ekki geta stundað vinnu vegna kjaradeilna sem FÍN er aðili að. Heimilt er einnig að greiða úr sjóðnum kostnað vegna framkvæmdar verkfalls, þó ekki venjulegan samningskostnað né þóknun fyrir verkfallsvörslu.
 3. Aðild að sjóðnum eiga þeir félagsmenn FÍN sem félagið semur fyrir. Árlegt framlag til sjóðsins skal ákveðið af stjórn FÍN.
 4. Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum. Formaður og gjaldkeri FÍN eiga fast sæti í sjóðsstjórn en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára, tveir annað árið og einn hitt árið. Hætti stjórnarmaður á fyrra ári kjörtímabils skal annar kosinn í hans stað á næsta aðalfundi og þá til eins árs. Varaformaður og ritari FÍN eru varamenn í sjóðsstjórn. Stjórn kjaradeilusjóðs velur formann Kjaradeilusjóðs úr hópi kosinna stjórnarmanna. Þeir sem gefa kost á sér í stjórn Kjaradeilusjóðs á aðalfundi félagsins, skulu tilkynna stjórn FÍN skriflega um framboð sitt fyrir 1. febrúar.
 5. Hlutverk sjóðsstjórnar er að annast vörslu og ávöxtun sjóðsins. Hún úthlutar einnig styrkjum úr honum. Fjárhagur sjóðsins skal aðskilinn frá félagssjóði FÍN.
 6. Stjórn Kjaradeilusjóðs skal gera samning við löggilda endurskoðendur sem skulu yfirfara reikninga sjóðsins.
 7. Sjóðsstjórn skal halda fundargerðir sem skulu undirritaðar. Í fundargerðum skulu koma fram allar ákvarðanir stjórnar kjaradeilusjóðs, þar með taldar allar styrkveitingar til félaga og ennfremur óreglubundin framlög til sjóðsins, ef einhver eru.
 8. Rétt til styrks úr sjóðnum á sérhver aðili að honum, sem ekki getur stundað vinnu sína vegna kjaradeilu FÍN. Þegar vinnudeila er fyrirsjáanleg skal stjórn sjóðsins gera áætlun um greiðslur úr sjóðnum og útbúa almennar reglur um úthlutun styrkja til félagsmanna. Að jafnaði skulu úthlutunarreglur ræddar á félagsfundi og leitað samþykkis hans.
 9. Stjórn Kjaradeilusjóðs er heimilt að undangengnum tilmælum stjórnar FÍN að styrkja önnur stéttarfélög sem eiga í kjaradeilum. Leita skal samþykkis félagsfundar í hverju tilfelli.
 10. Verði sjóður þessi af einhverjum ástæðum að hætta störfum, skal ákvörðun um það og ráðstöfun eigna sjóðsins tekin á aðalfundi.
 11. Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.

Kjaradeilusjóður FÍN - Úthlutunarreglur vegna mögulegs verkfalls 2014

Í Kjaradeilusjóði FÍN eru um 330 milljónir króna (áramót 2013/2014).

Hámarksskerðing verður allt að 231 milljónir (70%).

Samkvæmt reglum sjóðsins skal ekki greitt úr honum fyrstu 5 virka daga verkfalls.

Fyrsti úthlutunarfundur sjóðsstjórnar verður haldinn á 6. virka degi verkfalls.

Fjöldi sjóðfélaga er 829 talsins (2013/2014).

Lágmarkslaun í félaginu eru 262.116 sem er einnig lægsti virki launaflokkurinn (1-1)

Hámarksframfærslustyrkur verður 60.750 kr/viku eftir 5. virka dag í verkfalli.

Eingöngu verður úthlutað fyrir viku í senn samkvæmt umsókn á þar til gerðu rafrænu eyðublaði á vefsvæði sjóðsins http://www.fin.is/sjodir-og-styrkir/kjaradeilusjodur/

Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að úthluta úr sjóðnum eftir að verkfalli er lokið í sérstökum tilvikum.

Stjórn Kjaradeilusjóðs FÍN mælist til að félagsmenn sem skyldugir eru til að vinna í verkfalli, greiði a.m.k. 20% af dagvinnulaunum í sjóðinn, þann tíma sem verkfall stendur.

Ef verkfall dregst á langinn, mun stjórn Kjaradeilusjóðs FÍN leita til félagsmanna um frjáls framlög í kjaradeilusjóðs.

Úthlutunarreglur þessar voru kynntar og samþykktar á félagsfundi þann 11. júní 2014.

Umsóknareyðublað

Komi til verkfalls verður umsóknareyðublað aðgengilegt hér.