Veikindi
Veikindaréttur er mismunandi eftir því hvort félagsmaður er opinber starfsmaður eða starfar á almennum vinnumarkaði.
-
Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir
Hér er að finna upplýsingar um veikindarétt félagsmanna sem starfa á opinberum vinnumarkaði og á almennum vinnumarkaði, auk upplýsinga um rétt félagsmanna til fjarveru frá vinnu vegna veikinda barna undir 13 ára aldri.
Veikindaréttur
Félagsmenn eiga almennt rétt á launum í fjarveru vegna veikinda, eftir því sem kveðið er á í lögum eða samið er um í kjarasamningum. Eftir að rétti til launa í veikindum sleppir hjá vinnuveitenda getur félagsmaður átt rétt á greiðslum frá sjúkrasjóðum BHM og/eða frá almannatryggingakerfi.
Veikindaréttur hjá opinberum starfsmönnum (ríki og sveitarfélög)
Félagsmaður sem ráðinn er til starfa á mánaðarlaunum í kjarasamningi í a.m.k. 2 mánuði, skal halda launum svo lengi sem veikindadagar hans, taldir í almanaksdögum, verða ekki fleiri á hverjum 12 mánuðum en hér segir:Starfstími | Fjöldi daga |
---|---|
0-3 mánuðir í starfi | 14 |
Næstu 3 mánuðir | 35 |
Eftir 6 mánuði | 119 |
Eftir 1 ár | 133 |
Eftir 7 ár | 175 |
Eftir 12 ár | 273 |
Eftir 18 ár | 360 |
Veikindi barna
Foreldri hefur heimild til að vera frá vinnu í samtals 12 vinnudaga (96 vinnustundir) á hverju almanaksári vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri. Þessi réttur á einnig við um börn undir 16 ára aldri þegar um alvarleg veikindatilfelli sem leiða til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag.
Veikindaréttur á almennum vinnumarkaði
Félagsmaður sem starfar á almennum vinnumarkaði getur ýmist átt rétt til launa í veikindum samkvæmt lögum eða samkvæmt kjarasamningi FÍN við SA.
Lágmarksveikindaréttur samkvæmt lögum er 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð. Eftir eitt ár í starfi er veikindaréttur 1 mánuður, eftir 3 ár í starfi er rétturinn 1 mánuður á fullum launum og 1 mánuður á dagvinnulaunum og eftir 5 ár í starfi 1 mánuður á fullum launum og 2 á dagvinnulaunum. Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningi FÍN við SA er viðtækari en kveðið er á um í lögum og er sem hér segir:
Starfstími | Fjöldi daga |
---|---|
Á 1. ári í starfi | 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð |
Eftir 1 ár | 2 mánuðir |
Eftir 5 ár | 4 mánuðir |
Eftir 10 ár | 6 mánuðir |
Veikindi barna
Foreldri hefur heimild til að vera frá vinnu í samtals 12 vinnudaga á hverjum 12 mánuðum vegna veikinda barna sinna undir 13 ára aldri. Fyrstu 6 mánuði í starfi er þessi heimild tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð.
Ítarefni
Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum og lögum
- Ríki
- Samband íslenskra sveitarfélaga
- Reykjavíkurborg
- Samtök atvinnulífsins
- Lög nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla
Sjúkra og styrktarsjóðir BHM
- Styrktarsjóður BHM (fyrir félagsmennn hjá ríki eða sveitarfélögum)
- Sjúkrasjóður BHM (fyrir félagsmenn á almennum vinnumarkaði)