8 feb. 2023

Námskeið um evrópustyrki

Umsóknir í sjóði Evrópusambandsins
Fyrir þau sem eru að sækja um styrki í tengslum við rannsóknir eða aðra háskólatengda samvinnu.

Mánudaginn 13. febrúar kl. 12-12:30 á Teams

Kynning frá Dr. Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni um hvað þarf að hafa í huga við gerð umsókna.

  • Hvað eru matsmenn eru að horfa á þegar styrkumsóknir eru metnar?
  • Á hvaða atriðum er brilljant fólk oft að klikka á?

Magnús er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur frá árinu 2015 verið matsmaður í fjölda mismunandi Erasmus+ og Horizon 2020 Evrópuverkefna, t.d. Jean Monnet Action, Marie Curie og Capacity Building in Higher Education svo eitthvað sé nefnt.

Athugið að ekki verður farið yfir úrval sjóða og styrkjamöguleika, þær upplýsingar er að finna hjá Rannís.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg í viku í kjölfarið á Mínum síðum BHM.

Skrá mig á viðburðinn.