Kjarasamningur FÍN og ríkisins samþykktur
82,76% greiddu atkvæði með samningnum
Niðurstöður liggja úr atkvæðagreiðslu um framlengingu á kjarasamningi FÍN og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs sem gildir frá 1. apríl 2024 og til og með 31. mars 2028.
Alls voru 772 á kjörskrá og var þátttaka 41,32%.
Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
- Alls samþykktu 264 aðilar kjarasamninginn eða 82,76%
- Alls höfnuðu 55 aðilar kjarasamningnum eða 17,24%
Í samræmi við ofangreindar niðurstöður tilkynnist hér með að kjarasamningur FÍN og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs er samþykktur. Hægt er að lesa samninginn hér.