12 jún. 2023

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning FÍN og SNS

Atkvæðagreiðsla vegna nýs kjarasamnings Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefst í dag. Félagsfólk kýs með því að opna þennan hlekk: http://www.bhm.is/kosning

Atkvæðagreiðslan er þegar hafin og stendur hún til kl. 10.00 þann 14. júní.

Athugið að til að kjósa þarf viðkomandi að hafa aðgang að rafrænum skilríkjum eða íslandslykli. Leiðbeiningar um rafræna atkvæðagreiðslu eru í viðhengi.


Ef einhver er í vandræðum með að kjósa er sá hinn sami beðinn um að hafa samband á fin(hja)bhm.is.