Fréttir og tilkynningar

18 apr. 2024 : Stofnanasamningur undirritaður!

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Lands og skógar. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. janúar 2024. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér.  Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

8 apr. 2024 : Opnir fundir með formanni FÍN

Opnir fundir með formanni FÍN

FÍN stendur fyrir opnum fundum um kjarasamninga og þróun kjaramála með Maríönnu H. Helgadóttur formanni FÍN. Farið verður yfir gerða kjarasamninga og stöðuna á viðræðum, í lok fundar verður boðið upp á spurningar.

Fundirnir verða haldnir á TEAMS og eru opnir öllum.

8. apríl
Fundur vegna kjaramála á almennum markaði kl 12.00 á TEAMS.
16. apríl
Fundur vegna kjaramála á opinberum markaði kl. 12.00 á TEAMS.

Öllu félagsfólki verða sendir hlekkir á fundina, ef einhverjum berst ekki hlekkur má senda póst á fin(hja)fin.is

Við vonumst til að sem flest

2 apr. 2024 : FÍN auglýsir eftir sérfræðingi

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) óskar eftir að ráða sérfræðing í fullt starf tímabundið til tveggja ára til að sinna átaksverkefni sem snýr m.a. að nýrri vefsíðu og markaðsmálum félagsins.


Starfssvið m.a.:

  • Umsjón með vefsíðu og útgáfu fréttabréfa
  • Umsjón með markaðsefni og auglýsingum
  • Þátttaka í viðburðastjórnun, s.s. skipulagning ráðstefna
  • Þátttaka í undirbúningi fræðslufunda, námskeiða og annarra funda
  • Þátttaka í að skrifa fræðsluefni og setja upp greinar
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra/formann


Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun eða sambærileg menntun, sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af uppsetningu vefsíðna og myndvinnslu
  • Þekking og reynsla af markaðsmálum, sér í lagi af starfrænni markaðssetningu
  • Reynsla af uppsetningu gagna, s.s. í Power BI
  • Góð samskiptahæfni, lipurð og jákvætt viðmót
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
  • Skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti


FÍN er stéttarfélag fyrir þá sem hafa lokið bakkalárprófi eða ígildi þess frá viðurkenndum háskóla. Félaginu er umhugað um að veita sem besta þjónustu og býður m.a. upp á hagsmunagæslu á sviði kjara- og réttindamála, túlkun á samningum og ráðgjöf í ágreiningsmálum.


Umsóknafrestur er til og með 8. apríl 2024.

Image

Sótt er um starfið hér!

13 mar. 2024 : Aðalfundur FÍN 2024

Aðalfundur FÍN verður haldinn 21. mars 2024 kl. 17:00 að Borgartúni 27, 2. hæð

Dagskrá.

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári

2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess

3. Tillögur um lagabreytingar og nýtt nafn félagsins

4. Ákvörðun um félagsgjöld

5. Stjórnarkjör

6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs

7. Kosning siðanefndar

8. Önnur mál

Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á aðalfundinn eigi síðar en á hádegi 19. mars nk. svo hægt sé að áætla magn veitinga og hverjir vilja fá sendan fundarlink á fundinn, ásamt því að senda félagsmönnum fundargögn fundarins. Skráning fer fram hér. 

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum hafið þá samband við okkur á skrifstofu FÍN um netfangið fin@fin.is eða í síma 595-5175

Aðalfundarboðið er hér.