3 okt. 2022

Endurmat á virði kvennastarfa


BSRB, BHM og Kennarasambandið standa sameiginlega fyrir fundi um endurmat á virði kvennastarfa þann 5. október kl. 9-12.

Verðmætamat, viðmið og gildi. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting.

Verðmætamat kvennastarfa, kynning á vinnu starfshóps um endurmat á virði kvennastarfa. Heiður Margrét Björnsdóttir, formaður starfshóps um endurmat störfum kvenna og hagfræðingur BSRB

Hvað felst í virðismati starfa? Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.

Viðburðurinn fer fram á Hilton Reykjavik Nordica og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir en honum verður einnig streymt. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:30.