Geðheilbrigðir stjórnendur
Mental vinnustofa
FÍN vekur athygli á vinnustofu Starfsmenntar en markmiðið hennar er að auka vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á vinnustað og að byggja upp færni og sjálfstraust meðal þeirra til að taka þátt í innihaldsríkum samtölum um geðheilbrigði við starfsfólk sitt.
Vinnustofan er styrkhæf fyrir félagsfólk BHM í gegnum Starfsþróunarsetur háskólamanna.
Vinnustofan fer fram í samvinnu við Mental ráðgjöf og verður haldin miðvikudaginn 9. október kl. 09:00 - 12:00. Um staðnámskeið er að ræða og verður það haldið í húsnæði Starfsmenntar, Skipholti 50b, 3. hæð.
Námskeiðið er aðeins ætlað stjórnendum og þeim sem koma að stjórnun, þar á meðal teymis- og deildarstjórar, forstöðumenn og framkvæmdastjórar, mannauðssérfræðingar, verkefnastjórar og öll sem bera formlega eða óformlega ábyrgð á starfsfólki, velferð þess og vellíðan.
Áhersla er lögð á þátt stjórnenda í að stuðla að opinskárri umræðu um geðheilbrigði á vinnustaðnum og gera þau fær í að leiða sín teymi með samkennd og árangur að leiðarljósi.
Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Starfsmenntar fræðsluseturs. Skráningarfrestur er til 7. október.
Félagar í FÍN geta fengið vinnustofuna greidda í gegnum Starfsþróunarsetur háskólamanna.
Til að gera það þarf að fylgja eftirfarandi skrefum við skráningu:
- Velja undir Stéttarfélag: Ekkert af neðangreindu/Annað - Vinsamlegast tilgreindu hér fyrir neðan.
- Í reitinn Stéttarfélag - annað á að skrá FÍN, félag íslenskra náttúrufræðinga. ATH! Ekki nægir að skrá BHM sem stéttarfélag heldur verður að skrá nafn aðildarfélagsins úr lista.
-Undir greiðsluupplýsingar á að haka í Ég vil fá sendan greiðsluseðil og setja kennitölu Starfsþróunarseturs sem greiðanda, kennitalan er 5006110730.