Efnafræði á Íslandi – kennsla, rannsóknir og atvinnulíf
Ráðstefna Efnís og FÍN 25. október
Skráning stendur yfir til 4. október, sjá nánar í þessari frétt
English below
Nú styttist óðum í 10. ráðstefnu Efnafræðifélags Íslands, sem verður haldin föstudaginn 25. október næstkomandi í samstarfi við FÍN (Félag íslenskra náttúrufræðinga). Félagar í Efnís og FÍN njóta sérstakra afsláttarkjara af ráðstefnugjöldum.
Ráðstefnan fer fram í Gullfoss A salnum á Fosshótel Reykjavík (Þórunnartún 1). Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er “Efnafræði á Íslandi – kennsla, rannsóknir og atvinnulíf.”
Um kvöldið fögnum við með ráðstefnukvöldverði á sama stað, og vonumst til að sjá ykkur sem flest, þétta hópinn og mynda tengsl. Það má gjarnan deila þessum viðburði áfram til samstarfsfélaga sem gætu haft áhuga á að taka þátt.
Við hvetjum ykkur til að skrá ykkur fyrir föstudaginn 4. október, sem er lokadagur skráningar. Skráningarhlekk má finna með því að smella hér.
Svo má finna viðburðarsíðu fyrir ráðstefnuna á Facebook hér.
Hlökkum til sjá ykkur!
____________________________________________________________________________
We are excited to announce that the 10th Conference of the Icelandic Chemical Society is fast approaching. This year's event, organized in collaboration with FÍN, and member of Efnís and FÍN will get a discount of the conference fee.
The conference will take place on Friday, October 25th, at Fosshotel Reykjavik (Þórunnartún 1) in the Gullfoss A room.
The conference will focus on the theme “Chemistry in Iceland – education, research, and industry.” Following the day's sessions, we invite you to join us for the conference dinner at 7:00 PM, offering a great opportunity to catch up and connect with fellow members.
Please share this event with colleagues within the field who might be interested in participating but are not members of the Efnís society. We would love to reach a broad audience within our field.
We encourage everyone to register for the conference by Friday, October 4th, which is the deadline for conference registration. Click here to sign up for the conference.
Here you can also find the event on Facebook.
We look forward to seeing you there!